Önnur serían af Stellu Blómkvist, með Heiðu Reed í hlutverki hinnar eitursvölu Stellu, sem er mjög óhefðbundinn lögfræðingur í Reykjavík verður frumsýnd á Viaplay á sunnudaginn, 2 október. Fyrsta serían hlaut átta tilnefningar til Edduverðlauna.
Stella Blómkvist er klár, vægðarlaus, hefur smekk fyrir góðu viskíi og beitir helst aðeins einni aðferð til að ná fram réttlæti – sinni eigin. En eftir því sem hún verður sífellt meira viðriðin valdamesta stjórnmálafólk landsins, þá stendur hún frammi fyrir röð af dramatískum nýjum málum sem neyða hana til að reyna á eigin mörk – og laganna.
Stella Blómkvist er byggð á samnefndum metsölubókum og leikstjóri er í höndum Óskars Þórs Axelssonar (Svartur á leik) og Þóru Hilmarsdóttur (The Valhalla Murders). Auk Heiðu Reed verða leikarar á borð við Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Þorstein Guðmundsson og Söru Dögg Ásgeirsdóttur í lykilhlutverkum, rétt eins og í fyrstu seríu.
Önnur þáttaröð er samstarfsverkefni með Símanum og framleitt af Sagafilm, með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
Sex þættir eru í annarri seríu og alþjóðlegur dreifingaraðili er Red Arrow Studios International, en henni er dreift af Lumière í Benelúxlöndunum.
Stella Blómkvist 2 verður frumsýnd á Viaplay sunnudaginn 2. október, þegar allir þættirnir verða gerðir aðgengilegir.