fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Selena Gomez rýfur þögnina eftir viðtal Hailey Bieber

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. september 2022 09:08

Selena ræddi við fylgjendur í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Selena Gomez biður fólk um að sýna aðgát í nærveru sálar.

Hún ræddi við aðdáendur í beinni á Instagram í gær um fyrirsætuna Hailey Bieber, en sú síðarnefnda kom fram í viðtali hjá Call Her Daddy á miðvikudaginn.

Hailey hefur verið gift söngvaranum Justin Bieber í fjögur ár en fyrir það var hann með leikkonunni. Yfir um átta ára skeið voru þau sundur og saman og eignuðust fjölda aðdáenda sem tóku því mjög illa þegar söngvarinn byrjaði með fyrirsætunni árið 2018.

Hailey þurfti að þola gríðarlegt hatur, bæði á netinu og í persónu, frá hörðum „Jelenu“ aðdáendum og var hún sökuð um að hafa „stolið“ Justin.

Í viðtalinu opnaði Hailey sig um þetta allt saman í fyrsta skipti og vakti þátturinn gríðarlega athygli.

Sjá einnig: Hailey tjáir sig í fyrsta skipti um Selenu Gomez – „Fólk þarf að vita sannleikann“

Skjáskot/Instagram

Selena tjáði sig um málið í beinu streymi á Instagram og sagðist hafa heyrt „ógeðsleg og andstyggileg“ ummæli um Bieber hjónin eftir að viðtalið kom út.

Hún sagði að það væri „kaldhæðnislegt“ hvernig sumir vilja styðja Rare snyrtivörulínu hennar en hundsa fallegu skilaboðin á bak við hana.

Frá upphafi hefur Selena tekið skýrt fram að markmið snyrtivörulínu hennar sé að styðja við andlega heilsu.

„Þetta er ekki sanngjarnt því enginn á skilið þessa framkomu sem ég hef orðið vör við,“ sagði Selena í gær.

„Ef þú styður Rare, þá get ég ekki þakkað þér nóg, en ég vil að þú vitir að með því þá stendur þú fyrir það sem það merkir – og það er: „Orð skipta máli, miklu máli.“

Selena hefur lengi verið ötull talsmaður andlegrar heilsu og endaði skilaboð sín með því að þakka aðdáendum fyrir að taka sér tíma til að hlusta á hana. „Ég vona að þið skiljið að þetta er miklu stærra en allt annað,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram