fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Maisie Williams opnar sig um sársaukafulla fortíð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2022 15:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Maisie Williams opnar sig um fortíðina og barnæsku litaða af áföllum og hvaða áhrif það hefur haft á hana.

Maisie er 25 ára og er þekktust fyrir leik sinn í geysivinsælu HBO-þáttunum Game of Thrones. Hún lék í þáttunum frá því að hún var 12 ára gömul og allt þar til hún varð 22 ára.

Í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO sagðist hún ekki vilja fara út í of mikil smáatriði – systkina og stórfjölskyldunnar vegna – en sagði þetta tengjast föður hennar.

„Sem ung stúlka, fyrir átta ára aldur, átti ég í frekar hryllilegu sambandi við föður minn […] En þetta heltók stóran hluta æsku minnar. Ég hef átt erfitt með svefn síðan á man eftir mér,“ sagði hún.

Leikkonan sagði að hún hafi gengið í gegnum „mörg áföll“ en á þeim tíma hafi hún ekki áttað sig á því að „það sem var að gerast var rangt.“

Hún sagði að í kjölfarið hafi hún glímt við geðræn vandamál og hafi það tekið hana langan tíma að sætta sig við fortíðina.

„Ef ég á að vera hreinskilin, þá hef ég hugsað mikið um þetta. Það er ekki mér að kenna að þessir slæmu hlutir gerðust þegar ég var barn,“ sagði hún.

„Ég hélt að það væri það. Ég hélt að það væri eitthvað verulega að mér.“

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þú getur einnig horft á hann hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram