fbpx
Mánudagur 03.október 2022
Fókus

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 22:00

Feðgarnir í Omagh augnabliki áður en bifreiðin sprakk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndin er tekin þann 15. ágúst 1998 á því er virðist friðsælli verslunargötu í bænum Omagh á Norður Írlandi. Augnabliki síðar sprakk rauði bíllinn í loft upp með þeim afleiðingum að 29 létust og rúmlega 200 særðust.

Ástandið í Norður Írlandi var skelfilegt í þrjá áratugi.

Meðal fórnarlamba voru níu börn, kona ólétt af tvíburum og tveir spænskir ferðamenn. Yngsta fórnarlambið var hin 18 mánaða Maura Monaghan sem lést ásamt móður sinni og ömmu.

Um var að ræða hryðjuverkaárás klofningshóps úr IRA og kallaði sig sá sá ,,The Real IRA”.

Mannskæðasta árásin

Frá 1968 til 1998 börðust írskir þjóðernissinnar fyrir sjálfstæði Norður Írlands frá Bretum og leiddu samtökin IRA þá baráttu, oft með hryðjuverkum.  Gengur þetta tímabil undir nafninu ,,The Troubles“.

Talið er að um 3500 manns hafi látist í átökunum, flestir óbreyttir borgarar. Árásin í Omagh var sú mannskæðasta af árásum IRA og hópa tengdum samtökunum.

Þann 10. apríl sama ár hafði loksins verið skrifað undir langþráðan friðarsáttmála um stjórn Norður Írlands. Sáttmálinn var lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykktur. Lagði IRA niður vopn í kjölfarið. En það voru ekki allir sáttir við sáttmálann og þeir herskáustu innan IRA stofnuðu sín eigin samtök, ,,The Real IRA”.

Skæruhernaður í ,,The Troubles“

Misskilningur

Líkt IRA hafði oft gert lét klofningshópurinn lögreglu vita af árásinni 40 mínútum fyrr.

En vegna misskilnings á misskilning ofan taldi lögregla að árásin yrði gerð á öðrum stað og vísaði því fólki í átt að götunni þar sem rauði bíllinn stóð, fullur af sprengiefni.

Frá Norður Írlandi.

Maðurinn á myndinni svo og sonur hans lifðu sprenginguna af en ljósmyndarinn lést. Myndavélin fannst síðar í rústunum og var filman óskemmd. Var myndina þar að finna.

Forsvarsmenn IRA fordæmdu ódæðið en enginn hefur nokkurn tíma verið sóttur til saka fyrir morðin í Omagh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var fenginn til að húðflúra Valla á óvenjulegan stað – „Með því steiktasta sem ég hef gert“

Ólafur var fenginn til að húðflúra Valla á óvenjulegan stað – „Með því steiktasta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi ritstjóri Húsa og Híbýla selur í Garðabæ á 153,9 milljónir

Fyrrverandi ritstjóri Húsa og Híbýla selur í Garðabæ á 153,9 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn Coolio er látinn

Rapparinn Coolio er látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náðist á ljósmynd sekúndubroti fyrir andlátið – Forvitnin kostaði ferðaglaða ungmennið lífið

Náðist á ljósmynd sekúndubroti fyrir andlátið – Forvitnin kostaði ferðaglaða ungmennið lífið