fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
Fókus

Þetta sagði Ezra Miller við Warners Bros um hálstakið á Prikinu – „Ég er sá aðili sem fékk yfir sig hatrið“

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað undanfarið um málefni leikkvársins Ezra Miller, en hán hefur ítrekað ratað á síður fjölmiðla fyrir undarlega framkomu, ofbeldishegðun og ótilhlýðilega háttsemi.

Skemmst er að minnast þess þegar myndband fór í dreifingu af hán taka íslenska stúlku hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í mars árið 2020.

Í ítarlegri umfjöllun VanityFair um málefni Ezra sem birtist í gær er fjöldi tilvika þar sem Ezra hefur verið sakað um ótilhlýðilega framkomu rakin. Þar á meðal uppákoman á Íslandi.

„Í mars 2020 þegar heiminum var lokað út af kórónuveirunni og kvikmyndin Fantastic Beast gerði hlé á framleiðslu horfðist Miller skyndilega í augu við óendanlegan frítíma. „Málið með Ezra er að það er aldrei neitt plan,“ segir heimildarmaður Vanity Fair. „Þetta er algjör óreiða. Ég vissi ekki einu sinni að við værum að fara til Íslands fyrr en hán sagði: „Förum til Íslands.“

Sjá einnig: Internetið kallar eftir útskúfun Hollywood stjörnu eftir meinta árás á Prikinu

Sagðist sjálft hafa verið þolandinn á Prikinu

Í umfjölluninni segir að fyrst þegar Miller hefi verið sakað um taka ókunngan hálstaki í Reykjavík hafi atvikið verið afskrifað sem uppákoma á fylleríi. En seinna atvikið hafi náðst á upptöku sem hafi farið í dreifingu í apríl 2020.

Er atvikinu svo lýst að kona á Prikinu hafi grínast með að slást við Miller. Þá hafi Miller brugðist ókvæða við og gripið um háls konunnar og ýtt henni á jörðina. Barþjónn hafi greint frá því að hafa í kjölfarið læst Miller úti. Síðar hafi samstarfsaðili Miller sagt að hún hafi heyrt hán í símtali við Warner bros og halda því fram að hán hafi verið fórnarlambið í þessu atviki. „Þetta voru [Warner Bros] að hlusta og Miller að gubba út úr sér greyið-ég -ræðunni. „Ég er sá aðili sem fékk yfir sig hatrið“ Svo þarna ertu með næstum því þrítugan einstakling sem er segja Warner Bros að hán væri þolandinn.“

Talsmaður Miller segir að hán hafi verið espað upp af hópi unglinga sem hefðu verið að hreykja sér að hæfileikum sínum í bardagaíþróttum. Talsmaðurinn segir einnig að ekki hafi verið um kyrkingartak að ræða heldur „ósjálfráð viðbrögð“ þar sem leikkvárið hafi gripið um viðbein stúlkunnar.

Taldi sig vera frelsarann

VanityFair segja að þrír aðilar sem þekkja til Miller telji að hegðun háns á Íslandi hafi átt rætur að rekja til erfiðra tilfinninga sem hán glímdi við vegna skilnaðar foreldra háns.

„Atvikið á Íslandi átti sér stað, og svo hélt þetta bara áfram og áfram og áfram og áfram.“

Með Ezra í för á Íslandi hafi verið aðili sem leggur stund á óhefðbundnar lækningar sem hafi fylgt Ezra sem andlegur ráðgjafi. Sá hafi, samkvæmt heimildarmanni VanityFair, sannfært Ezra um að hann væri ekki hlutur af hreyfingu heldur sjálf hreyfinginn – hann væri næsti frelsari heimsins – Messías sjálfur og að frímúrararnir væru að senda djöfla til að drepa hann.

Í umfjölluninni kemur fram að Ezra hafi í kjölfarið orðið meira og meira sjálfhverft og oft valið til sín ungt fólk þar sem það væri svo mótanlegt. Þetta hafi farið að minna á sértrúarsöfnuð.

Eftir að hvert tilvikið eftir öðru um ótilhlýðilega háttsemi Ezra komist í fjölmiðla lét Ezra það til að byrja með sem vind um eyru þjóta. Það var ekki fyrr en framleiðendur kvikmyndarinnar um ofurhetjuna The Flash, sem Ezra fer með titilhlutverkið í, fóru að íhuga að slaufa myndinni sem hán gaf út tilkynningu um að hán væri tilbúinn að horfast í augu við andleg vandamál sín og ætlaði að leita sér aðstoðar. Heimildarmenn Vanity Fair, sumir hverjir hafa verið vinir Ezra í gegnum tíðina, hafa litla trú á þessu. Hán hafi áður farið frjálslega með sannleikann og láti sér í léttu rúmi liggja að mæta inn á geðheilbrigðisstofnun og hreinlega „leika“ sig í gegnum meðferð.

Umfjöllunina má lesa í heild hér

Sjá einnig: Hollywood-leikarinn sem tryllist á Prikinu handtekinn fyrir að áreita karókísöngvara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – Raðhús á Seltjarnarnesi með glæsilegu útsýni á 186 milljónir

Eign dagsins – Raðhús á Seltjarnarnesi með glæsilegu útsýni á 186 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði skipulagt bónorðið mánuðum saman – En öðruvísi fór en áætlað var

Hafði skipulagt bónorðið mánuðum saman – En öðruvísi fór en áætlað var
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn að baki ævintýrinu – Ástir og örlög Fríðu og dýrsins

Sannleikurinn að baki ævintýrinu – Ástir og örlög Fríðu og dýrsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kveikti í húsi kærastans til að hefna fyrir ímyndað framhjáhald

Kveikti í húsi kærastans til að hefna fyrir ímyndað framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með hlýtt í hjarta – Sögulegar myndir frá ógleymanlegum gleðistundum

Með hlýtt í hjarta – Sögulegar myndir frá ógleymanlegum gleðistundum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíðarvöruframleiðendur bregða á leik á Twitter

Tíðarvöruframleiðendur bregða á leik á Twitter