fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Sérfræðingur varpar nýju ljósi á penna-drama Karls Bretlandskonungs

Fókus
Laugardaginn 17. september 2022 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar Karl Bretlandskonungur missti lítillega stjórn á skapi sínu vegna penna. Skömmu fyrir fyrsta ávarp sitt til við arftökuathöfn hans síðasta laugardag náðist myndband af honum reiðilega skipa aðstoðarfólki sínu að fjarlægja skriffæri af skrifborði og í kjölfarið vakti annað myndband athygli þar sem Karl sást skrifa nafn sitt í gestabók Hillsborough-kastala og pirrast mikið á pennanum sem hann notaði.

Sjá einnig: Karl Bretlandskonungur vekur strax illt umtal – Sakaður um hroka rétt fyrir ávarp sitt

Þar rétti hann Kamillu, eiginkonu sinni, pennann sem virtist leka og sagði: „Ó guð. Ég hata þetta. Ég afber ekki þetta bölvaða drasl, gerir þetta í hvert einasta skipti.“

Sjá einnig: Hegðun Karls Bretlandskonungs vekur aftur athygli – „Ég afber ekki þetta bölvaða drasl!“

Nú hefur sérfræðingur í skrautskrift varpað nýju ljósi á þetta stóra penna-mál sem hefur skekið bresku þjóðina. Sá segir að konungurinn hafi verið að halda á pennanum með röngum hætti.

„Hann virðist vera að nota parker blekpenna. Þegar blekið fer að flæða virka þeir fínt, en þú þarft að halda á þeim lóðrétt,“ útskýrði sérfræðingurinn, Brian Bramble. „Þetta getur verið til vandræða þegar penninn er hafður flatur og hefur ekki verið notaður í nokkurn tíma. Svo virðist sem að pennarnir hafi þurft smá viðhald – eitthvað af blekinu hefur líklega verið þornað í pennanum sem hefur svo haft áhrif á flæðið. Þetta gerist við svona penna ef þeir eru ekki í stöðugri notkun.

Brian útskýrði að svo virðist sem að pappírinn sem konungurinn er að skrifa á sé gamaldags sem geti líka haft áhrif á flæði bleksins og gert það erfiðara að munda pennann. „Það eru blekbyttur þarna til hliðar en þeir virðast bara vera til skrauts, þú myndir nota slíkt blek með hefðbundnum fjaðurpennum […] en ekki blekpenna.“

Brian sagði að líklega hafi myndavélarnar á svæðinu ekki hjálpað til. Undirbúningur sé mikilvægur þegar svona pennar séu notaðir og mismunandi pappír geti gert áskorunina erfiðari. Sjálfur passar Brian sig að undirbúa sig vel og æfir sig með tilteknum penna áður en hann notar pennan fyrir framan áhorfendur.

„Einhver hefði átt að prófa pennana og geyma þá með réttum hætti“

En penna-dramað virðist svo hafa fengið farsælan endi eftir allt saman. Nýlega var því veitt eftirtekt að Karl er farinn að mæta með sinn eigin penna á viðburði til að koma í veg fyrir sambærilegar uppákomur. Hann heimsótti kirkjuna í Llandaff fyrir minningarathöfn um móður hans og skrifaði þar í gestabók, með sínum eigin penna, án nokkurrar uppákomu. Allt er gott sem endar vel.

Indy100 greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“