fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Fókus

Gísli Marteinn með titrandi endaþarmskúlur í beinni í gær – „Þetta er ekki grín“

Fókus
Laugardaginn 17. september 2022 12:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum að Gísli Marteinn Baldursson er snúinn aftur á skjái landsmanna í þætti sínum Vikan með Gísla Marteini.

Þar er iðulega slegið á létta strengi og til að mynda hefur kynningarefni þáttanna undanfarið verið með vísan í þá gagnrýni sem þátturinn hefur fengið á samfélagsmiðlum.


Með endurkomu Gísla Marteins kemur líka hinn frábæri liður í þáttunum þar sem farið er yfir fréttir vikunnar, oft á léttu nótunum en gjarnan með smá biti.

Til að mynda tók Gísli í gær fyrir nýjasta hneykslið úr skákheiminum þar sem heimsmeistarinn Magnus Carlsen dró sig úr keppni þar sem brögð hefðu verið í tafli í keppninni. Gísli rakti þetta svona:

Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, dró sig úr keppni á skákmóti í Bandaríkjunum eftir óvænt tap fyrir Hans nokkrum Niemann og lætur að því liggja að hann hafi svindlað.“

Skjáskot/RÚV

Við þetta tók Gísli upp endaþarmskúlur með fjarstýringu, en það mun ekki vera fastur liður í þáttunum heldur var um sérstakt tilvik að ræða. Gísli hélt nefnilega áfram:

Niemann er sakaður um að hafa komið hjálpartækjum ástarlífsins fyrir í óæðri endanum en félagi hans hafi sent honum skilaboð með því að láta kúlurnar titra með fjarstýringu. Þetta er ekki grín. Þannig hafi Niemann náð að skjóta Carlsen ref fyrir……..rass. Þetta getur sannarlega verið öflugt vopn í skákinni nema menn séu beinlínis að tefla við.. páfann. En eitt sem er óhætt að segja – það er titringur í skákheiminum.“

Endaþarmskúlurnar skutu aftur upp kollinum síðar í þættinum þar sem Gísli og gestir tóku bakföll af hlátri yfir meintu svindli Niemanns.

Gísli skaut einnig föstum skotum á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum vikunnar.

„Að öðru Evrópumótið í körfu er á fullu þar eru Íslendingar ekki með en við erum hins vegar Evrópumeistarar í körfu, það er að segja matarkörfu sem er einna dýrust hér í heimi og tilkynnt var í vikunni um enn meiri hækkun þegar Bjarni Ben ákvað að hækka áfengið, þrátt fyrir að hafa sagt síðast þegar hann hækkaði það þetta:“

Gísli Marteinn spilaði þá myndbrot þar sem má heyra Bjarna segja : „Það er mín skoðun að við séum komin algjörlega út í ystu mörk í skattlagningu á áfengi.“

Gísli sagði þá: „Ystu mörk. Segir okkar besti maður. Sannkallaður brautryðjandi hann Bjarni. Búinn að koma áfengisgjöldunum  inn í nýjar og ónumdar lendur – út fyrir ystu mörk. Sem betur fer var sett myndavél á nýja áfengisgjaldið á ferðalagi þess um fjarlæg sólkerfi skattheimturnar og fyrstu myndirnar voru að berast held við séum með þær hérna tilbúnar fyrir ykkur.“

Gísli sýndi þá mynd af geimnum og þrykkti svo inn út fyrir endimörkin allt þar til þrykkt var svo út og þá vorum svið stödd í kampavínsglasi í höndum fjármálaráðherra.

„Bíðum nú við þarna eru ystu mörk og við förum út fyrir ystu mörk. Bíddu nú við hvar erum við lent. Ég sé ekki betur, ég held þetta sé garðveisla á flötunum í Garðabæ. Einn af örfáum stöðum í sólkerfinu þar sem fólk hefur nú efni á að fá sér.“

Eins og sjá má höfðu netverjar gaman af rassakúlu gríninu.

Hér má horfa á þáttinn frá því í gær og mælir blaðamaður sérstaklega með því að lesendur horfi til að sjá eftirminnilega eftirhermur Eyþórs Inga Gunnlaugssonar tónlistarmanns sem tók fyrir Jakob Frímann, Pál Óskar, Bubba og fleiri í þættinum, en hæfileikar hans í eftirhermunum eru til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Af hverju er Meghan Markle hataðasta kona internetsins?

Af hverju er Meghan Markle hataðasta kona internetsins?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói Fel og Bjössi í World Class rifjuðu upp gamla takta – Mögulega ástæða þess að enginn fór í bæinn

Jói Fel og Bjössi í World Class rifjuðu upp gamla takta – Mögulega ástæða þess að enginn fór í bæinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Tónlistin er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar“

„Tónlistin er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kominn með nóg af orgíum og partýstandi

Kominn með nóg af orgíum og partýstandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Listafólk lét í sér heyra í Kringlunni í tilefni af Þitt nafn bjargar lífi

Listafólk lét í sér heyra í Kringlunni í tilefni af Þitt nafn bjargar lífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem þú þarft að vita um dularfullu konuna á nýju myndinni hans Kleina

Allt sem þú þarft að vita um dularfullu konuna á nýju myndinni hans Kleina