fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fókus

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang

Fókus
Laugardaginn 6. ágúst 2022 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, þúsundþjalasmiður með meiru, greinir frá því á Twitter að hann ætli að sækja um að komast á námskeið í athafnastjórnun hjá Siðmennt, lífsskoðunarfélagi.

Mun hann ætla að gera slíkt til að taka sér hlé frá því að pirra sig yfir hinu og þessu á samfélagsmiðlum, eða svo mætti túlka tíst hans frá því í dag þar sem hann skrifar:
„Í stað þess að pirra mig yfir eu þá hef ég ákveðið að sýna ábyrgð og taka frumkvæði. Ég ætla að sækja um að komast á námskeið í athafnastjórnun hjá Siðmennt. Mun framkvæma allar athafnir klæddur sem Obi Wan Kenobi.“

Vísar Jón þar til persónunnar úr Stjörnustríði, Obi Wan sem nýlega hefur aftur skotið upp kollinum í nýjum samnefndum þáttum.

Þessi ummæli Jóns áttu sér aðdraganda. En hann tísti nokkuð um það í gær hvað jarðarfarir séu leiðinlegar.

„Mikið ofboðslega eru þessar hefðbundnu íslensku jarðarfarir leiðinlegar athafnir,“ tísti hann. Fylgjendur hans voru fljótir að láta til sín taka í athugasemdum. Annað hvort með því að deila fallegum jarðarfarasögum eða taka undir með Jóni að öll biblíuleg umgjörð um jarðarfarir sé ekkert sérlega spennandi. Eins nefndu margir að stundum væru minningarorðin og tónlistin til fyrirmyndar.

Í kjölfarið bætti Jón við í nýju tísti: „Mörgum hefur sárnað hvað mér leiðast jarðarfarir og hafa bent á að oft sé t.d. fín músík. Mér leiðist mest þetta vemmilega lúterska jesútal sem er einsog eð Dale Carnegie lingó úr Guðfræðideildinni. Og þegar ferilskráin er lesin. Drottinnminndýri!

Í þriðja tístinu segist hann hallast helst að því að þeir sem séu að lýsa því yfir við hann að finnast jarðarfarir vel útfærð skemmtun séu hreinlega að „trolla“ hann.

Meginstefið sem kom frá þessum tístum í við umræðum þar undir virðist vera að fólk sjái möguleikana í því að gera jarðarfarir skemmtilegar, en þá þurfi þær helst að fara fram hjá öðrum trú- eða lífsskoðunarfélögum en kirkjunni, trúarlegu tali haldið í lágmarki eða sleppt og reyna að finna skemmtilegar leiðir til að minnast hins látna.

Kannski getur Jón tekið þátt í að raungera þessar breytingar ef hann lætur verða að því að gerast athafnastjóri. Hver veit?

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsverkakona afhjúpar óvæntar ástæður þess að giftir menn leita til hennar

Kynlífsverkakona afhjúpar óvæntar ástæður þess að giftir menn leita til hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íturvaxnar línurnar kveiktu í náfölum Evrópumönnum – Átakanleg saga ,,Hottintotta Venusar“

Íturvaxnar línurnar kveiktu í náfölum Evrópumönnum – Átakanleg saga ,,Hottintotta Venusar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir