Ingunn Anna Jónasdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi á Akranesi og kennari, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, eftir að hún hitti fyrir áhrifavaldinn Shan Rizwan í New York.
Rizwan er þekktur fyrir að stoppa fólk á almannafæri og spyrja þau tilviljanakenndra spurninga.
Hann hitti að þessu sinni fyrir Ingunni og spurði hana: „Hvaða draumi hefur þú fórnað?“
„Ég er 74 ára gömul, svo það eru margir draumar sem ég hef haft. Að mennta mig betur, en ekki að ferðast því ég hef ferðast mikið.“
Rizwan spurði þá: Ef þú gætir ferðast aftur í tímann, hverju myndir þú breyta?
„Ég er kennari að mennt, en ég held að ég hefði orðið lögfræðingur eða stjórnmálamaður“
„Hvað kom í veg fyrir að gera það?,“ surði Rizwan þá.
„Ég giftist þessum manni [Ingunn bendir á mann sinn] fyrir 56 árum síðan, þegar ég var 19 ára gömul og ég hef alltaf fórnað mínum draumum fyrir hans drauma.“
Ingunn útskýrir að draumur manns hennar hafi verið að vinna í Afríku, og það hafi þau gert.
„Hans þarfir og draumar hafa alltaf verið í fyrsta sæti, en ég elska hann samt,“ sagði Ingunn glettin.
„Var það þess virði?,“ spurði Rizwan þá og Ingunn hélt það nú. Þú ættu saman þrjú börn og þetta hefði verið vel þess virði. En engu að síður hefði hún viljað mennta sig meira og láta reyna á feril í lögfræði eða stjórnmálum.
Rizwan spurði þá hvaða ráð hún myndi gefa aðila sem stæði í sömu stöðu og hún, 19 ára gömul.
„Ég myndi segja – Taktu þinn tíma. Vertu einbeittur og góður. Vertu góður allt þitt líf og vertu góð manneskja. Það er það sem ég myndi segja“
Rizwan spurði Ingunni þá hvort hún hefði heyrt að spilinu „Við erum ekki í alvörunni ókunnug“, spili sem Rizwan var að auglýsa, en það hafði Ingunn ekki. Rizwan gaf henni þá spilið og útskýrði að þetta væru spurningar sem hægt væri að notast til að tengjast öðru fólki.“
Ingunn sagðist líklega geta nýtt sér það og benti á að hún væri í New York núna með vinum sínum, sem sátu ásamt eiginmanni hennar Engilbert Guðmundssyni, fyrrverandi Framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar, á bekk skammt frá þeim.
„Við erum hér núna því við höfum verið vinir í rúmlega 50 ár. Þau komu hingað til að fagna 50 ára vináttu.“
Segja má að Ingunn hafi heldur betur slegið í gegn í. myndbandinu sem hátt í 400 þúsund manns hafa horft á og rúmlega 60 þúsund merkt hjarta við. Fjölmargar athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndbandið, einkum frá Íslendingum sem fagna þessari landkynningu.
„Ég elska þessa gömlu konu.“
„Ingunni sem forseta í dag“
„Þetta er svo sætt. Vinahópur í 50 ár. Ótrúlegt.“
„Ég elska þessa gellu“
„Hún kenndi mér! Einn besti kennari sem ég hef haft.“
„Ég bý á Íslandi og hún er hún kristallar kjarna þess að vera sannur Íslendingur“
„Ingunn þú ert æði“
„Ég elska að þau séu að fagna vináttunni. Ég vona að ég geti fagnað með mínum vinum eftir 50 ár eða meira.“
„Yes þvílík drottning“
„Ingunn GOÐSÖGN“
@shanrizwan A dream she let go of @WNRS #ad ♬ original sound – Shan Rizwan