fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“

Fókus
Mánudaginn 16. maí 2022 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Amber Heard hélt áfram að gefa aðilaskýrslu í meiðyrðamáli sem fyrrum eiginmaður hennar, leikarinn Johnny Depp, höfðaði gegn henni eftir að hún steig fram í grein sem birtist árið 2018 sem þolandi heimilisofbeldis.

Depp heldur því fram að þó hann hafi ekki verið nefndur á nafn í greininni hafi það ekki farið á milli mála að hann væri meintur gerandi Heard og hafi það haft alvarlegar afleiðingar á feril hansí Hollywood. Hefur hann því krafið fyrrverandi konu sína um 50 milljón dollara í skaðabætur.

Áður hafði Depp höfðað mál gegn breska miðlinum The Sun sem kallaði hann ofbeldismann í frétt. Því máli tapaði Depp, en dómari taldi að Heard hefði fært sönnur fyrir því að Depp hafði beitt hana ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Nánar tilgreint taldi dómarinn að 12 af þeim 14 aðskildu ásökunum sem Heard greindi frá við rekstur málsins væru sannaðar.

Málið sem nú er rakið höfðaði Depp beint gegn Heard og það fyrir bandarískum dómstól. Dómstóllinn er staðsettur í Fairfax í Virginíu, en ríkið er þekkt fyrir það að þar sé auðveldara en annars staðar að vinna meiðyrðamál.  Undanfarið hefur verið sýnt frá aðalmeðferð í beinni útsendingu. Réttarhöldin hófust aftur í dag eftir viku hlé og hélt Heard áfram að gefa sína aðilaskýrslu, en áður hafði Depp lokið við að gefa sína.

Aldrei hitt hund sem er svona

Meðal þess sem fram kom í frásögn Depp var ásökun um að leikkonan hefði haft hægðir í rúm þeirra þegar Depp var ekki á staðnum. Hefði öryggisvörður hans sent honum mynd af skítnum og taldi Depp ljóst af þeirri mynd að um mannaskít væri að ræða.

Heard fjallaði um sama atvik fyrir dómi í dag. Þar þverneitaði hún því að bera ábyrgð á kúknum í rúminu og sagði það alveg á tæru að þar hefði hundur Depp, sem heitir Boo, verið að verki.

„Hún hafði borðað grasið hans Johnny þegar hún var hvolpur og átti frá því erfitt með að stjórna hægðum sínum – meðal annarra kvilla,“ sagði Heard við kviðdóminn. „Við þurftum reglulega að fara með hana til dýralæknisins til að reyna að finna út hvað amaði að hundinum. Ég hef aldrei hitt hund sem er alveg svona.“

Heard sagði að Boo hafi stundað það að hjúfra sig saman í rúminu og að hundurinn hafi sofið upp í með þeim hjónum. Þau hafi einnig þurft að skilja hana eftir í rúminu þegar þau yfirgáfu það svo hún missti ekki hægðir, en það ætti sér stað nánast um leið og hún var sett aftur á gólfið og stundum missti hún hægðir uppi í rúminu.

Mér finnst þetta ekki fyndið

Þetta hafi skýrt myndina af kúknum. Heard hafi farið með vinum sínum á Coachella hátíðina árið 2016 og hafi ekki komið nálægt þessum hægðum enda hefði aldrei hvarflað að henni að gera slíkt þar sem henni þætti svona hvorki fyndið né viðeigandi sem hrekkur. Eins hafi þetta verið erfiður tími í einkalífinu.

„Lífið mitt var að hrynja. Ég var á krossgötum í lífinu. Ég var mjög alvarleg og þarna hafði ég nýlega orðið fyrir árás á þrítugsafmæli mínu frá ofbeldisfullum eiginmanni mínum, sem ég var átakanlega ástfangin af en vissi að ég þyrfti að fara frá. Þetta var enginn gleðitími og mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur. Þetta er ógeðslegt,“ sagði Heard og vísaði þar til þess að Depp hefur viðrað þann möguleika að hún og vinir hennar hafi skilið kúkinn eftir til að hrekkja hann.

Ég meina… ég hló

Líkt og áður segir hefur Depp haldið því fram að Heard hafi skilið kúkinn eftir á rúminu. Hann greindi svo frá að þau hjónin hefði rifist og hann ætlað sér að fara að heimili þeirra til að pakka saman eigum sínum á meðan Heard var á Coachella hátíðinni. Öryggisvörður hans, Seans Bett, hefði þó ráðlagt honum að halda sig frá heimilinu og sýnt honum mynd af rúminu.

„Ég skildi þá hvers vegna þarna væri ekki góður tími til að fara þangað,“ sagði Depp í skýrslu sinni. „Fyrstu viðbrögð mínu voru…, ég meina… ég hló.“

Aðdáendur og stuðningsmenn Depp hafa gert mikið úr ofangreindu atviki og haft leikkonuna að háði og spotti. Meðal annars tók grínistinn Chris Rock atvikið fyrir á uppistandi sínu í London nýlega. Þar hafi hann sagt:

„Trúum öllum konum, trúum öllum konum.. nema Amber Hard. Á hverju er hún? Hún skeit í rúmið hans Johnny Depp. Hún er sæt en hún er ekki drullusæt. Hún skeit í rúmið hans. Þegar þú skítur í rúmið hjá einhverjum þá ertu sekur um allt. Hún skeit í rúmið hans. Hvað í fjandanum er hér í gangi? Vá. Og þau héldu sambandinu áfram eftir þetta.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“