fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Eurovision drykkjuleikur fyrir þyrsta

Fókus
Laugardaginn 14. maí 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru aðeins fáeinir tímar til stefnu þar til úrslitakvöld Eurovision-keppninnar hefst og bíða margir með eftirvæntingu. Ófáir ætla að fá sér örlítið í glas á meðan á keppninni stendur og er þá vinsælt á Eurovision-samkomum að hafa drykkjuleik við hendina, svona til að halda hlutunum ferskum og blautum.

Fókus henti í einn drykkjuleik fyrir keppnina í kvöld sem vonandi getur nýst einhverjum. Hér fyrir neðan má líta þó nokkrar „drykkjureglur“ sem hægt er að hafa bak við eyrað í kvöld. Þó er einnig hægt að velja og hafna og sníða þannig leikinn að þínum þörfum.

Á meðan á flutningi stendur

Taktu sopa ef: 

  • Söngvari er klæddur í silfurklæðnað eða skreyttur silfursteinum.
  • Náttúruöflin eru leyst úr læðingi – eldur, eldingar, reykur, rigning, flugeldar, blys.
  • Söngvari afklæðist flík
  • Lag er ekki sungið á ensku
    • Tveir sopar ef lag er sungið bæði á ensku og öðru tungumáli
  • Gísli Marteinn segir brandara
    • Tveir sopar ef brandarinn er óviðeigandi
  • Það eru hljóðfæri á sviðinu
    • Tveir sopar ef söngvari heldur einhvern tímann á gítar á meðan á flutningi stendur en sleppir honum svo aftur.
  • Áhorfendur taka þátt með því að sveifla símaljósum.
  • Flytjendur klappa
  • Flytjandi er falskur
  • Lagið er raddað með áberandi hætti
    • tveir sopar ef röddunin er mjög þjóðleg
  • Flytjandi er einn á sviðinu
  • THANK YOU EUROPE við lok flutningsins
  • Sviðsljósin fara að blikka ört, eða verða alveg snarbrjáluð til að leggja áherslu á kafla lags
  • Flytjandi kallar út í sal á meðan á flutningi stendur
    • Tveir sopar ef flytjandi blikkar myndavélina
  • Kynnarnir hafa skipt um föt milli atriða
  • Ef einhver heima í stofu segir að keppandinn frá Eistlandi sé sætur
  • Ef þú sérð áhorfendur klædda eins og banana

Stigagjöfin

Svo er það stigagjöfin. Á sumum bæjum er það stundað að fólk dregur sér land og fær sér sopa í hvert sinn sem það land fær stig. Þá eru gjarnan sérstakar reglur sem eru settar um það þegar landið manns fær 12 stig. En fyrir þá sem vilja fara aðra leið þá má hafa eftirfarandi reglur í huga:

Taktu sopa ef: 

  • Ísland fær stig
    • Fimm sopar ef Ísland fær 8, 10, eða 12 stig
  • Land gefur nágranna sínum 8, 10 eða 12 stig
  • Stigakynnir lands reynir að vera fyndinn
  • Þú sérð íslenska fánann!
  • Úkraína fær 12 stig
    • Tveir sopar ef Úkraína fær ekki 12 stig
    • Klára drykkinn ef Úkraína vinnur
  • Ef Norðurlandaþjóð gefur Íslandi stig
    • Klára drykkinn ef Ísland fær ekkert stig frá öðru Norðurlandi
  • Sopa ef Bretland fær 8, 10 eða 12 stig (samstaða eftir 0 stigin þeirra í fyrra)
    • Klára allan drykkinn ef Bretland vinnur!

Góða skemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“