fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Fyndnu og furðlegu störfin við bresku hirðina: Klukkutrekkjarinn, skóstrekkjarinn og flaggarinn

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 12. maí 2022 22:00

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungdæmið er að mörgu leyti skrýtin og skemmtileg stofnun sem skartar áttahundruð ára sögu. Í gegnum aldirnar hafa skapast ýmsar hefðir sem enn eru við lýði þrátt fyrir að þær kunni að koma nútímafólki furðulega fyrir sjónir. Breska krúnan flýtir sér aftur á móti hægt og af þeim hundruðum sem starfa fyrir konungsfjölskylduna eru sumir með sérkennlegri störf en aðrir.

Skoðum nokkur þessa starfa.

Skurðmeistarinn

Engum kóngi né drottningu með vott af sjálfsvirðingu datt í hug að skera svo mikið sem einn bita af mat sínum á öldum áður. Þeim starfa sinnti skurðmeistarinn sem sneiddi niður steikurnar og skar síðan í bita fyrir valdsfólkið, svipað og fyrir þriggja ára barn. Eins merkilegt og það kann að hljóma er skurðmeistari drottningar enn við lýði sér á en þó helst á hátíðarstundum.  Allar kjetsneiðar þurfa nefnilega að vera nákvæmlega jafn þykkar og jafn heitar. Getan við að sneiða niður lamb, naut og kjúkling á kórréttan hátt hlýtur að vera ættgeng því starfið gengur á milli kynslóða. Í dag sinnir því jarlinn af Denbigh and Desmond, Alexander Fielding, og er hann tólfti jarlinn til að hampa titli konungslegs skurðmeistara. 

Klukkutrekkjarinn

Í höllum drottningar er að finna yfir þúsund klukkur og samkvæmt vef konungsfjölskyldunnar er starf hins konunglega klukkuumsjónarmanns 37,5 klukkustundir á viku. Það er sem sagt fullt starf eins manns að rölta um hallirnar og trekkja klukkurnar þúsund. Á vefsíðunni eru laun sögð ,,samkeppnishæf” og gera má ráð fyrir að miðað sé við almenn laun klukkutrekkjara í Englandi. Fjodor van den Broek trekkir upp í dag og þá væntanlega á samkeppnishæfum launum.

Fjodor van den Broek vindur upp klukkurnar.
Mynd/Antonio Olmos

Skóstrekkjarinn

Þótt að það sé ekki formleg staða sinna aðstoðarkonur Elísabetar drottningar því að ganga til skó hennar. Er það til að tryggja að drottningin fá ekki hælsæri eða önnur leiðinda óþægindi í hinar konunglegu býfur við opinberar athafnir. Síðustu árin hefur nánasta aðstoðarkona drottningar, Angela Kelly, sinnt labbinu þar sem hún notar sama skónúmer og drottningin. 

Tónlistarstjórinn

Judith Weir er fyrsta konan til að gegna þessari margra alda gömlu stöðu. Tónlistarstjórinn sér um að velja og jafnvel semja tónlist fyrir drottningu fyrir hin ýmsu tilefni. Ef að hennar hátign vill gera nýjan lagalista á Spotify er Judith væntanlega rétta manneskjan að leita til.

Svanagæslumaðurinn og svanamerkingamaðurinn

Í hundruðir ára var það eins manns starfi að sjá um svanina á Thames á. Árið 1993 var aftur stöðunni aftur á móti skipt niður í tvo ofangreind. Þessi tveir menn bera á ábyrgð á að svönunum sé safnað saman einu sinni á ári. Á öldum áður var það til þess að halda konunglega veislu með nóg af svanakjöti en í dag er það einvörðungu til að merkja þá og tryggja að þeir séu heilir heilsu. Drottningin mætir alltaf þennan dag til að tryggja að svanasöfnunin fari rétt fram en af hverju drottning er með eignarhald á svönunum á ánni Thames er óljóst. 

Sekkjapípuleikarinn

Drottningin hefur á launaskrá sekkjapípuleikara sem spilar á hljóðfæri sitt undir glugga drottningar á hverjum einasta morgni ársins á slaginu klukkan níu í fimmtán mínútur. Kannski er það ekki allra að hlusta á sekkjapípur þruma í korter en drottningunni virðist líka það vel og fylgir hinn konunglegi sekkjapípuleikari drottningunni á milli halla þegar hún flytur sig um set svo hún missi örugglega ekki úr dag við sekkjapípuspilunina. Viðkomandi er álitinn stjarna í samfélagi sekkjapípuleikara og hafa aðeins fjórtán einstaklingar sinnt starfinu frá stofnun þess árið 1843. 

Drottning hlustar á sekkjapípuleik í korter alla daga ársins. Mynd/Getty

Frímerkjagæslumaðurinn

Frá árinu 2003 hefur Michael Sefi passað upp á frímerkjasafn drottningar sem hún erfði frá afa sínum,  Georg V. Elísabetu gæti víst ekki staðið meira á sama um frímerki en veit þó að þau ber að varðveita á sem bestan hátt. Þótt að starf við að passa upp á frímerki hljómi ekki býsna spennandi, ferðast Sefi um allan heim til að bæta við frímerkjum í safnið og setja upp sýningar á frímerkjum drottningar. Starfið mun vera æðsti draumur áköfustu áhugamanna um frímerki. 

Hinn konunglegi fáni sýnir að Elísbet sé í húsi.

Flaggarinn

Hin konunglegi flaggari hefur það eitt í sinni starfslýsingu að flagga við aðsetur drottningar til að sýna hvort hún er í húsi eða ekki. Sé hún í húsi flaggar hann hinum konunglega fána en bregði hún sér frá fer inn breski upp. Eins og sekkjapípuleikarinn, fylgir flaggarinn drottningu á milli aðsetra hennar til að koma viðeigandi flöggum upp og niður. Aðspurður um hvort hann nyti sín í starfi svaraði núverandi flaggari, Nathan Bowen, því til að nyti þess að mjög að fá að þjóna drottningunni á þennan hátt enda væri flaggarinn æðstur þeirra þjóna sem svarið hefðu drottningu trúnaðareiða. 

Hvort sekkjapípuleikarinn, frímerkjapassarinn eða klukkutrekkjarinn eru á sama máli er aftur á móti ekki vitað. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?