Þátturinn Matur & heimili, sem Sjöfn Þórðar hefur umsjón með, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.
Vinsældir kampavíns hafa aldrei verið meiri en nú hér á landi og með hækkandi sól og sumri má gera ráð fyrir að vinsælt verði að skála í freyðandi kampavíni. Sjöfn Þórðar hittir Gunnlaugur P. Pálsson kampavínssérfræðing á veitingastaðnum Apótekinu Kitchen & bar en hann er sérfróður um kampavín og kampavínshéruðin í Frakklandi og fræðir Sjöfn frekar um gæði þess og áferð.
Í tilefni sumarsins bauð Kristín Edwald hæstarréttalögmaður og matgæðingur veiðiklúbbnum sínum, Strekktar línur, í sumarfagnað þar sem skálað er í búbblum og bragðað á ljúffengum smáréttum að hætti Kristínar. Sjöfn fær að líta inn í gleðina og kynnast hefðum þeirra og siðum.
Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: