fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Disney World myndin sem kom upp um framhjáhald eiginmannsins og barnfóstrunnar

Fókus
Þriðjudaginn 3. maí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney World státar sig kannski af því að vera „hamingjuríkasti staður í heimi“ – eins og slagorð þeirra gefur til kynna – en er það ekki endilega fyrir alla.

Fyrir hina bresku móður Natalie, var þetta staðurinn þar sem hún komst að því að eiginmaður hennar væri að halda framhjá henni með barnfóstrunni, sem kom með þeim í ferðina.

„Við fórum í Disney World í Orlando í Flórída og tókum barnfóstruna með okkur til að hjálpa okkur með börnin, ekki með eiginmanninn,“ segir Natalie í myndbandi á TikTok.

Natalie, fyrrverandi eiginmaður hennar, barnfóstran og dóttir hennar fóru saman í frægu Splash Mountain ferðina og fengu mynd af sér fara niður fjallið. Natalie og dóttir hennar eru í fremstu röð, og eiginmaðurinn og barnfóstran á bak við þau. Þegar hún skoðaði myndina tók hún eftir því að eiginmaður hennar og barnfóstran voru aðeins of náin.

Grunur hennar reyndist réttur og í dag er hún einstæð tveggja barna móðir. Fyrrverandi eiginmaður hennar og barnfóstran eru saman og eru nýbúin að eignast sitt fyrsta barn.

Natalie birtir mikið af myndböndum á TikTok um þau. Í einu þeirra spyr hún netverja hvað þeim finnst um að hann hefði ekki mætt í afmæli dóttur þeirra því henni kemur illa við kærustu hans, fyrrverandi barnfóstruna.

Flestir netverjar voru sammála um að börnin ættu alltaf að vera í forgangi og hann hefði þá átt að mæta einn, fyrir dóttur sína.

Ógeðsleg skilaboð og lögregluskýrsla

Það er vissulega rétt að þeim kemur illa saman. „Fyrrverandi eiginmaður minn hefur verið frekar vingjarnlegur með þetta allt saman og fullur iðrunar […] En hún hefur verið andstæðan við það. Hún sendir mér ógeðsleg skilaboð. Hún flutti inn um leið og ég flutti út af fjölskylduheimilinu. Hún bannar mér að koma þangað, ég fæ ekki einu sinni að sækja börnin mín eða dótið mitt,“ segir hún.

„Þegar þetta allt sprakk fyrst tilkynnti hún mig til lögreglunnar, því þegar ég komst að framhjáhaldinu missti ég vitið, alveg gjörsamlega,“ segir hún.

„Ég fékk símtal frá lögreglunni sem sagði: „Að því er virðist varstu að kalla hana druslu og æptir fleiri svívirðingum yfir hana.“ Og ég sagði: „Já, ég gerði það. Ég ætla ekki að reyna að neita fyrir það því hún er drusla.“

Málið fór ekki lengra þar sem barnfóstran dró kæruna til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki