fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Kardashian systur auðsýnilega ósáttar í dómsal vegna athugasemdar um kynlífsmyndband Kim

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 10:03

Mynd/Backgrid/Hulu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kardashians-Jenner fjölskyldan var auðsýnilega ósátt við athugasemd mögulegs kviðdómara um gamalt kynlífsmyndband Kim Kardashian.

Val á kviðdómi hófst í máli fyrirsætunnar Blac CHyna gegn systrunum Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner, og móður þeirra Kris Jenner.

Blac Chyna er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Robert Kardashian. Hún heldur því fram að framleiðendur sjónvarpsstöðvarinnar E! hefðu orðið fyrir áhrifum Kardashian-Jenner kvennanna þegar kom að því að aflýsa fyrirhuguðum raunveruleikaþætti hennar, Rob & Chyna. Samkvæmt stefnu Blac Chyna segir hún að systurnar hefðu krafist þess að framleiðslu þáttanna yrði hætt. Hún sakar þær einnig um „drusluskömm“ í hennar garð á samfélagsmiðlum og fyrir að vera „fjölmiðlaníðingar“ á meðan tökum á síðari þáttaraðarinnar stóð.

Fyrsta þáttaröð kom út árið 2017 en önnur þáttaröð kom aldrei út, en var þó tekin upp.

Sjá einnig: Dregur Kardashian-Jenner veldið fyrir dóm – „Kviðdómur mun loksins fá að heyra hvað gerðist á bak við luktar dyr“

Blac Chyna. Mynd/Getty

Getur ekki verið hlutlaus vegna kynlífsmyndbandsins

Kim skaust upp á stjörnuhimininn þegar þátturinn Keeping Up With The Kardashians var frumsýndur í október árið 2007. Nokkrum mánuðum eftir frumsýninguna var kynlífsmyndbandi lekið á netið af Kim og Ray J stunda kynlíf, sem vakti heimsathygli.

Í gær mættu mögulegir kviðdómarar fyrir réttinn til að svara spurningum til að meta hvort þeir séu hlutlausir eða óhæfir til að sitja í kviðdómi. Lögfræðingur Kardashian-Jenner fjölskyldunnar, Michael Rhodes, spurði hvort þeir hefðu sterkar tilfinningar, jákvæðar eða neikvæðar, gagnvart raunveruleikasjónvarpi.

Samkvæmt Page Six sagðist einn mögulegur kviðdómari, karlmaður á sextugs- eða sjötugsaldri, aldrei hafa horft á „Keeping Up With The Kardashians, en sagði: „Ég hef horft á kynlífsmyndband [Kim] Kardashian, og ég held að ég geti ekki verið hlutlaus í þessu máli.“

Svar hans kallaði fram hlátrasköll hjá mögulegum kviðdómurum sem sátu meðal áhorfenda. Eftir athugasemdina mátti sjá Khloé Kardashian fikta í hári Kim Kardashian, eins og hún væri að hughreysta systur sína.

Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner. Mynd/Getty

Kris Jenner hristi höfuðið þegar sami karlmaður sagði við dómarann að það myndi vera erfitt fyrir hann að vera kviðdómari því hann myndi „spila kynlífsmyndbandið aftur og aftur“ í huganum.

Samkvæmt Page Six sást það greinilega að Khloé Kardashian væri mjög ósátt við athugasemdir mannsins en Kim Kardashian horfði ekki á hann, heldur horfði allan tímann beint fram fyrir sig.

Val á kviðdómi heldur áfram í dag. Í gær var spurt 76 manns spurninga til að meta hæfni þeirra. Nokkrir þeirra sögðust vita um Kardashian-Jenner veldið vegna barnanna sinna, sem horfa á raunveruleikaþætti fjölskyldunnar og fylgja þeim á samfélagsmiðlum.

Það komu út 20 þáttaraðir af Keeping Up With The Kardashians frá 2007 til 2021. Einnig komu nokkrar „spin-off“ þáttaraðir út, meðal annars Rob & Chyna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum
Fókus
Í gær

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum