fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Fullyrðir að svona sé hægt að afhjúpa framhjáhaldið – Ekki eru þó allir sannfærðir

Fókus
Mánudaginn 18. apríl 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vinsælt á miðlinum TikTok að deila ráðum um hvernig best sé að komast að því hvort að makinn sé ótrúr og líklega endalaust af slíkum myndböndum til. Að þessu sinni var það Kenzie Curran sem deilir hvernig hún komst að því að hennar maður var að fara á bak við hana.

Hún segir í myndbandinu að um skothelt ráð sé að ræða sem eigi að virka fyrir hvern sem er.

„Ég lofa að ef þið notið þetta munið þið komast að því hvort kærastinn sé ykkur ótrúr, sama hvað,“ segir Curran í myndbandinu sem hefur fengið milljónir áhorf. „Hundrað prósent, ég ábyrgist það,“ bætti hún svo við.

Hún fór svo yfir það sem hún gerði. Hún hringdi í kærasta sinn í gegnum myndsímtal til að tryggja að hann væri örugglega heima.

„Þetta er mjög mikilvægt því þú þarft að vera viss um að hann geti sest niður án truflana.“

Curran sagði að svo hafi hún beðið kærastann að sýna sér síma sinn og bað um lykilorðið að Snapchat reikningi hans.

„Hann sagðist ekki vita lykilorðið sitt,“ rifjar Curran upp.

Curran gafst þó ekki upp og sagði kærastanum að hann gæti þá náð í síma móður sinnar og notað hann til að taka sig upp að opna Snapchat hjá sér.

„Mamma hans var sofandi, klukkan var orðin of margt,“ sagði þá kærastinn. Þá bað Curran hann um að kveikja á upptöku á símanum sem sýndi skjáinn og hvað væri þar að gerast. Hún bað hann að nota slíka upptöku til að opna Snapchat og sýna þar samtala-söguna. En kærastinn varð ekki við því.

Hann hafi í kjölfarið játað framhjáhald þar sem hann sá enga aðra leið úr stöðunni en að segja satt.

Curran segir að ef makinn reyni, líkt og hennar gerði, að komast undan því að sýna Snapchat-söguna sína þá sé svarið komið – hann er ótrúr.

Þó er ekki allir sammála Curran og þessari aðferðarfræði. Í athugasemdum virðist fólk skiptast í tvennt. Annars vegar þeir sem telja þetta snilldarráð og svo hinir sem segja að það sé líklega enginn tilgangur í þessari aðferð því hún benti til þess að traust sé ekki til staðar og því sambandið dauðadæmt.

„Samband virkar ekki án trausts, ef þú telur að þú þurfir að skoða hans einkamiðla, þá er hann ekki sá eini rétti,“ skrifar einn.

„Ef þú þarft að leggja svona mikið á þig til að afhjúpa framhjáhald, slepptu því þá og farðu bara frá þeim. Ekkert traust=ekkert samband,“ skrifar annar.

@keepinupwkenz Reply to @liv.gc how I found out my bf cheated on me part 1 #howtofindout #cheating #breakup #unloyalboyfriend #questionedanswered ♬ Birthday Cake – Dylan Conrique

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun