fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Áhrifavaldamóðir fékk það óþvegið vegna bikinímyndar með syninum – Svarar fyrir sig

Fókus
Föstudaginn 8. apríl 2022 21:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski fitness áhrifavaldurinn Sophie Guidolin svarar fyrir sig eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir mynd sem hún birti af sér og syni sínum.

Sonur hennar, Kai, var fimmtán ára á dögunum og birti hún nokkrar myndir í tilefni dagsins. Á einni þeirra er hún í bikiníi og heldur utan um son sinn.

Fjöldi netverja létu Sophie fá það óþvegið og sökuðu hana um óviðeigandi hegðun. Gagnrýnin var svo mikil að Sophie endaði með að svara fyrir sig í færslunni og benti á að þau eiga heima við ströndina í Ástralíu þar sem það er mjög eðlilegt að vera í bikiníi.

„Þegar Kai vaknaði [þennan morgunn] var ég í sundlauginni og já, í bikiníi (eins og ég er flesta daga) og vildi mynd með honum strax þar sem hann langaði að fara út að hjóla og hjóla allan daginn. Finnst mér það vandamál að vera í bikiníi fyrir framan syni mína? ALLS EKKI. Af hverju? Því hann kyngerir mig ekki og hefur aldrei gert! Ef þér finnst þetta vandamál þá ættir þú kannski að hugsa af hverju þú kyngerir líkama konu frekar en að sjá einfaldlega móður og son í sundi.“

Sophie svaraði þessu enn frekar í rúmlega fimm mínútna myndbandi með syni sínum.

„Ég vil ekki að synir mínir finni fyrir skömm þegar kemur að líkama þeirra og ég vil þá ekki heldur kyngera konur ef þær eru til dæmis í bikiníi,“ segir hún.

Hún bendir einnig á því að þetta sé nánast nákvæmlega sami fatnaður og hún klæðist þegar hún keppir í IFBB bikiní fitness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“