fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Fannst þú smokk á bílnum þínum? Ólafur Jóhann „bjargar heiminum“ með einum smokk í einu

Fókus
Sunnudaginn 13. mars 2022 17:36

Smokkar, smokkar, smokkar, og skjáskot úr TikTok-myndbandi Ólafs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhann Steinsson er ungur maður með sterka réttlætiskennd. Svo sterka að hann leggur nú sitt af mörkum til þess að fólk sem kann ekki að leggja í bílastæði fjölgi sér ekki.

Ólafur Jóhann heldur úti TikTok-reikningnum @olafurjohann123 og birti þar í gær skemmtilegt myndband sem hefur hlotið mikla athygli en þegar þessar línur eru ritaðar hafa um sautján þúsund manns horft á það.

„Ég hef ákveðið að taka málin í mínar eigin hendur. Mig hefur alltaf dreymt um að vera stöðumælavörður, eða næstum því,“ segir hann í upphafi myndbandsins. Þá talar hann um vandamálið þegar fólk kann ekki að leggja bílnum sínum, en segist vera kominn með lausnina – í formi Durex-smokka. Við fylgjumst síðan með honum setja smokka undir rúðuþurrkurnar á bílum sem er illa eða beinlínis ólöglega lagt, og það er skýrt hvað hann vill ekki að ökumenn þessara bíla geri – „fjölgi sér ekki.“ Og þar ættu smokkarnir að koma að góðum notum! Þetta er framlag Ólafs Jóhanns til að „bjarga heiminum.“

Það er heldur ekki ókeypis að leggja ólöglega. Þeir sem leggja uppi á gangstétt geta átt von á tíu þúsund króna sekt og ófatlaðir sem leggja í bílastæði fyrir fatlað fólk geta fengið fyrir það 20 þúsund króna sekt. Síðan getur það hreinlega líka stofnað öðrum í hættu að leggja bíl þar sem hann á alls ekki að vera.
En hér er myndbandið hans Ólafs Jóhanns.

@olafurjohann123 björgum saman heiminum með durex , taggið vin sem vantar svona #sp ♬ you belong with me – sia

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla