fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Aðeins hærra – Nýtt lag með Ormum

Fókus
Fimmtudaginn 10. mars 2022 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gruggrokksveitin Ormar var að gefa út nýtt lag, en það er annað lagið sem hljómsveitin sendir frá sér af væntanlegri EP plötu.

Lagið, sem var samið um miðjan febrúar 2021, heitir Aðeins hærra og er orkumikið rokklag sem sækir innblástur í tónlist tíunda áratugarins. Textinn fjallar hinsvegar um eitt umtalaðasta málefni líðandi stundar, en það eru mannréttindi með #metoo hreyfinguna að leiðarljósi.

Ormar segja að hugmyndin hafi kviknað eftir umræður á hljómsveitaræfingu. „Á þessum tíma var #metoo umræðan á allt öðrum stað heldur en í dag. Það var ekki búið að nafngreina þjóðþekkta einstaklinga til dæmis,“ segir Elvar.

Textinn við lagið byggir á frásögnum margra kvenna og upplifunum á daglegu lífi. „Þarna birtist manni veruleiki sem ég held að fáir karlmenn þekki,“ segir Hörður. „Eins og til dæmis að finna fyrir miklum ótta þegar þú ert einn á ferli. Ótta um að einhver muni ráðast á þig og beita þig kynferðislegu ofbeldi. Margar stelpur hafa talað um að þær séu tilbúnar með lyklana sína milli fingranna til að verja sig. Þetta er veruleiki sem er svo sannarlega ekki í boði.“

Ormar eru Elvar Bragi Kristjónsson (gítar og söngur), Hörður Þórhallsson (gítar og söngur) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur).

Lagið má hlýða á í Spotify-spilaranum hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“