fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Fjögur ráð fyrir karlmenn sem vilja bæta sig í rúminu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. mars 2022 22:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi má gott bæta sagði einhver einhvern tímann og á það við á flestum vígstöðum. Lengi má vont bæta er einnig satt og getur átt við hjá sumum í rúminu. Rithöfundurinn David Smiedt kemur til bjargar með fjögur ráð sem miðuð eru að um það bil helmingi mannkyns, karlmönnum. Þessi fjögur ráð eiga að hjálpa gagnkynhneigðum karlmönnum að bæta sig í svefnherberginu.

David ræddi við Body+Soul sem greinir frá þessum fjórum ráðum. Fyrsta ráðið snýst um einbeitinguna. „Komdu boltanum af stað með hrósum í gegnum daginn, vísbendingu eða þremur um að þú getir ekki beðið eftir því að verða einn með þeim og dassi af ókynferðislegri ástúð,“ segir hann.

Annað ráðið sem David kemur með er að karlmenn ættu að hætta að einbeita sér of mikið að „aðalréttinum“ á kostnað „forréttsins“.  Hann bendir á að það tekur lengri tíma fyrir konur að komast í stuð og því þurfi karlmenn að hægja á sér í forleiknum. „Þetta er einföld jafna, því hægar sem þú byrjar því fljótari er hún að fá það þegar kemur að samförunum,“ segir hann.

„Því fljótari sem hún er að fá það því minna þarftu að hugsa um eitthvað ókynferðislegt til að koma í veg fyrir að þú slúttir veislunni of snemma.“

Þriðja ráðið snýst um að hlusta betur á konuna og leyfa henni að taka stjórnina. David segir að karlmenn eigi það til að taka stjórnina of mikið og að það sé ekki endilega alltaf besta leiðin til að gera vel við makann. „Enginn veit hvernig öldurnar eru hjá henni eins og hún sjálf, svo finndu stöður þar sem hún getur stjórnað hraðanum, hreyfingunum og stefnunum,“ segir hann.

„Fylgstu sérstaklega með hvernig hún hreyfir mjaðmirnar og mjaðmagrindina. Hugsaðu um það sem GPS-tæki sem vísar þér í áttina að ánægjusvæðunum, reyndu að herma eftir þessum hreyfingum þegar þú tekur við stýrinu á eftir henni.“

Að lokum segir David að karlmenn geti átt það til að gera ekki nógu mikið eftir að kynlífinu er lokið. „Það sem gerist eftir kynlífið er alveg jafn mikilvægt og það sem á sér stað fyrir það,“ segir David. Hann segir mikilvægt að karlmenn velti sér ekki bara strax á hina hliðina og fari að sofa þegar kynlífinu er lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“