fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sjáðu myndbandið: Sýnir hvernig áhrifavaldar gera brjóstin stærri á örskotsstundu

Fókus
Laugardaginn 19. febrúar 2022 20:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Nelly London leggur sig fram við að hjálpa fólki að öðlast jákvæða líkamsímynd. Hún gerir það til dæmis með því að sýna að það sem fólk sér venjulega á samfélagsmiðlum er mögulega ekki alveg raunverulegt.

Á dögunum birti Nelly myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hún sýnir hvernig áhrifavaldar og aðrar samfélagsmiðlastjörnur breyta útlitinu sínu á myndum áður en þær eru birtar á samfélagsmiðlum. Hún notar smáforrit og breytir ýmsu við líkamann sinn, hún stækkar brjóstin sín, breytti mittinu og minnkaði meira að segja naflann sinn. Að lokum notaði hún tól í smáforritinu til að gera húðina sína sléttari.

Þetta ferli tók enga stund fyrir Nelly. „5 mínútur, það er tíminn sem það tók mig að breyta þessari mynd og ég gerði það frekar vel,“ segir hún í textanum sem hún birtir með myndbandinu.

Nelly bendir á að það sé alls ekki erfitt að búa til lygi sem þessa með forritinu. „Þetta er fljótlegt, þetta er auðvelt, það er auðvelt að sækja forritið og þetta er nokkuð sannfærandi,“ segir hún.

Þá bendir hún fylgjendum sínum á að þeir ættu ekki að bera sig saman við glansmyndirnar á samfélagsmiðlum.. „Ég veit að við eigum öll að vita þetta núna en í alvörunni, ekki bera ykkur saman við það sem þið sjáið á netinu, það er ábyggilega ekki raunverulegt.“

Það kom fylgjendum Nelly á óvart að sjá hversu auðvelt er að breyta myndum á þennan hátt. Í athugasemdunum við myndbandið má sjá fjölmarga hrósa henni fyrir að sýna hvernig þetta virkar. „Ég þurfti virkilega á því að halda að sjá þetta í dag! Þú ert mögnuð,“ segir til að mynda einn fylgjandi hennar.

„Guð minn góður, ég er svo auðtrúa. Ég þori að veðja að allir áhrifavaldarnir, eða flestir, eru að gera okkur nákvæmlega þetta,“ segir svo annar fylgjandi hennar.  „Það er í alvörunni rosalegt hvað það er auðvelt að gera þetta,“ segir svo annar.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram