fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Uppgötvaði að hún væri lesbía eftir trekant með eiginmanninum

Fókus
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 19:45

Rose og Jacqui - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa Rose, 36 ára kona frá Kaliforníu, Bandaríkjunum, ákvað árið 2020 að gefa eiginmanni sínum trekant með sér og annarri konu í afmælisgjöf. Þegar á hólminn var komið með eiginmanninum og hinni konunni uppgötvaði Rose að hún væri samkynhneigð.

„Þegar ég upplifði þessa miklu nánd með konu í fyrsta skipti, líkamlega og andlega dýptin var svo mikil, ég hugsaði með mér: Guð minn góður, þetta er það sem mig er búið að vanta,“ segir Rose í samtali við New York Post.

Rosa segist aldrei hafa verið raunverulega hamingjusöm í hjónabandinu með eiginmanni sínum en hún vissi þó aldrei af hverju. „Eftir að ég var með þessari konu sagði ég við sjálfa mig: Þetta er ástæðan fyrir því að ég er búin að vera svona óhamingjusöm í hjónabandinu,“ segir hún.

Þá segir hún að hjónabandið hafi bliknað í samanburði við tenginguna sem hún fann með þessari konu. „Sambandið mitt með eiginmanni mínum var alltaf svo tilfinningalega grunnt,“ segir hún.

Fékk slæm viðbrögð þegar hún kom út úr skápnum

Þegar Rose hafði uppgötvað að hún væri lesbía var framhaldið þó enginn dans á rósum. Hún hafði nefnilega verið alin upp af mjög strangtrúuðum kaþólikkum og hafði lært það frá því hún var barn að „allir samkynhneigðir færu til helvítis“. Þetta gerði það að verkum að hún faldi þessa uppgötvun fyrir öllum í fyrstu, líka eiginmanni sínum.

Að lokum gat Rose ekki falið þetta lengur og ákvað hún því að segja eiginmanni sínum frá því að hún væri samkynhneigð. Eiginmaðurinn brást þó vægast sagt ekki vel við því.

Hún segir að hann hafi verið „virkilega andstyggilegur“ þegar hún sagði honum frá þessu en hann fór beint til fjölskyldu hennar og sagði þeim frá þessu. Þá fór hann einnig með fregnirnar til sameiginlegra vina þeirra og til biblíuhópsins hennar.

Fjölskyldan, vinirnir og biblíuhópurinn tóku þessum fréttum ekki vel og í kjölfarið var Rose virkilega niðurbrotin. Hún segir að hún hafi til að mynda verið með sjálfsvígshugsanir í kjölfarið.

Sem betur fer kynntist hún Jacqui skömmu síðar en hún segir hana hafa bjargað lífinu sínu. Þær Rose og Jacqui hafa nú verið saman í yfir eitt ár og fluttu saman frá Kaliforníu til Oregon til þess að ala upp syni Rose í sameiningu en þeir eru 6 og 8 ára gamlir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram