DV fjallaði í byrjun vikunnar um skíðaferð vinkvennanna og áhrifavaldanna Birgittu Lífar Björnsdóttur og Kristínar Pétursdóttur. Þær skelltu sér ásamt fleiri vinum í brekkurnar í austurrísku ölpunum, nánar tiltekið í Speiereck sem er skammt frá Salzburg.
Þær Birgitta og Kristín hafa að sjálfsögðu verið duglegar þegar kemur að því að birta myndir úr ferðinni. Þær birtu til dæmis myndir af dýrindis snitseli, kampavíninu sem þær skáluðu í en auk þess birtu þær myndir af sér á leiðinni í gufubað eftir langan dag í snjónum.
Í gær ákváðu vinkonurnar að feta í fótspor Kardashian-systranna frægu með því að birta myndir af sér í sundfötum í snjónum. „To the moon“, eða „til tunglsins“, skrifaði Birgitta með myndunum sem hún birti á Instagram-síðu sinni. Kristín ákvað hins vegar að notast einungis við tjákn (e. emoji) við sínar myndir.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Segja má að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sé einskonar frumkvöðull þegar kemur að snjósundfatamyndum en hún birti fyrst slíka mynd árið 2015. Sú mynd olli þó smá fjaðrafoki hjá dýraverndunarsamtökunum PETA þar sem sundfötin voru gerð úr feldi.
"Sad someone so beautiful chooses to create such an ugly legacy" – PETA SVP Dan Mathews
MT @KimKardashian "Furkini" pic.twitter.com/qFeCQ9bagN
— PETA (@peta) January 20, 2015
Systur hennar hafa síðan þá gert hið sama og vakið mikla athygli í leiðinni. Þær Kourtney Kardashian og Kendall Jenner hafa til að mynda báðar birt slíkar myndir á sínum Instagram-síðum eins og sjá má hér fyrir neðan.
View this post on Instagram
View this post on Instagram