fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Svona lítur sterkasta stúlka í heimi út 11 árum eftir heimsmetið

Fókus
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 11:00

Naomi Kutin þegar hún var níu ára gömul.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naomi Kutin varð þekkt sem „súperstelpan“ eða „Supergirl“ þegar hún var aðeins níu ára gömul. Hún var titluð sem „sterkasta stúlka í heimi“ þegar hún sló heimsmet fyrir að lyfta 97 kílóum í hnébeygju.

Ellefu ár eru liðin og hún orðin fullorðin.

Magnaður árangur

Naomi er frá New Jersey í Bandaríkjunum og byrjaði að lyfta þegar hún var átta ára gömul til að verja meiri tíma með pabba sínum.

Nokkrum mánuðum seinna sló hún heimsmet þegar hún lyfti 97 kg í þyngdarflokki -43 kg kvenna, hún var þá sjálf 39 kg.

Þetta var magnaður árangur, konan sem var með fyrra heimsmetið var 44 ára þýsk kona.

Naomi í dag.

Keppti ekki á laugardögum

Árangur Naomi vakti heimsathygli og var gerð heimildarmynd um hana á PBS, í myndinni var fylgst með daglegu lífi hennar sem strangtrúaður gyðingur (e. Orthodox Jewish) og ung stúlka að keppa við hlið fullorðinna einstaklinga.

Naomi mátti ekki keppa á laugardögum, þar sem það er sabbatsdagur, hvíldardagur í gyðingdómi. Venjulega keppa konur á laugardögum en Naomi fékk að lyfta á sunnudögum ásamt körlunum.

Naomi var þekkt sem Supergirl.

Naomi í dag

Naomi er enn að lyfta, nú við Rutgers háskóla, en æfir enn reglulega með föður sínum.

Naomi er enn að lyfta.

Kraftlyftingarkonan er dugleg að deila æfingum á Instagram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“