fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Olga Björt opnar sig um óttann – Fyrsta árásin á leikskóla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 14:27

Olga Björt Þórðardóttir. Mynd/Eva Ágústa Aradóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að ég fór markvisst að gera upp fortíð mína fyrir þó nokkrum árum með hjálp góðra sérfræðinga hefur mér þó nokkrum sinnum verið tjáð að oft erfist áföll á milli kynslóða,“ segir Olga Björt Þórðardóttir ritstjóri í aðsendri grein á Vísir.is. „Þá er t.d. átt við að slæm reynsla sem bæld hefur verið niður eða þögguð, „gleymst“ og aldrei opnað á né unnið í, finnur sér ávallt einhvern farveg, s.s í samskiptum, líðan og jafnvel skertum lífsgæðum og heilsu þeirra sem eiga í hlut. Kvíði er t.d. mjög algengur arfur,“ segir hún.

Greinin ber heitið „Sameiginlegur ótti kynslóða“.

Olga verður fimmtug á árinu en segist enn verða óttaslegin við vissar aðstæður.

„Margar konur upplifa einhvers konar óöryggi þegar þær eru einar á ferð, sérstaklega konur með kvíða og hafa verið áreittar eða beittar einhvers konar ofbeldi um ævina. Ég man ennþá hvenær mér fannst ég í fyrsta sinn óörugg á návist stráka. Ég var aðeins fjögurra ára á leikskólalóð. Tveir strákar, fjögurra og fimm ára, kölluðu á mig og sögðu mér að koma með sér á bak við einn kofann því þeir ætluðu að gefa mér nammi. Þegar ég kom þangað lömdu þeir mig og hrintu mér á kofann,“ segir hún undir millifyirsögninni „Fyrsta árásin á leikskóla.“

Hún rifjar upp nokkur önnur dæmi, segir þau fjölmörg og óþægileg, og að þetta hafi verið upphafið hjá henni að „að dæmigerðu lærðu óöryggi sem hefur dregið úr lífsgæðum mikils fjölda kvenna og þær jafnvel glímt við áfallastreitu í kjölfarið og átt erfitt með að treysta karlmönnum.“

Þá bendir hún á að orðið feðraveldi sem margir eru viðkvæmir fyrir sé 100 ára gömul þýðing á hugtakinu patriarchy sem notað hafi verið síðan á tímum forn-Grikkja en ekki orð sem búið var til af femínístum fyrir fjórum árum.

„Feðraveldi er t.d. útskýrt sem félagslegt kerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega sérréttinda og stjórna eignum,“ skrifar Olga og birtir graf sem hún bjó til þar sem „sést að íslenska feðraveldið hefur verið við lýði í anda menningar hvers tíma allt frá landnámi.“

Grein Olgu í heild sinni má lesa hér á Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“