fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Klámstjarna sviptir hulunni af stærsta blætisklúbbi Bretlands

Fókus
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Shona Rivers sviptir hulunni af stærsta blætisklúbbi Bretlands (e. fetish club), Torture Garden.

Shona, sem starfrækir eigin OnlyFans síðu, hefur farið nokkrum sinnum á klúbbinn og segir að hver upplifun hefði verið „villt og tryllt“. Hún segir frá kynlífsdýflissum, ströngum reglum um klæðaburð og öðru í hlaðvarpsþættinum I Hate Porn.

Torture Garden opnaði í byrjun tíunda áratug síðustu aldar og er nú stærsti blætisviðburður Evrópu.

Venjulega heldur Torture Garden viðburði víðs vegar um London en einnig í öðrum borgum utan landsteinanna, eins og New York, Los Angeles og Rome.

„Ég fer aldrei á einhverja meðalstaði núna, því ekkert er áhugavert eftir að hafa farið á Torture Garden,“ segir Shona.

„Það er svo mikið í gangi þar. Ég elska klikkuðu fötin, það er eins og þú sért í atriði í bíómynd. Það er frábær tónlist og fullt af sviðsatriðum.“

Mynd/Torture Garden

Skiptir engu máli hver þú ert

Shona segir að það skiptir engu máli hver þú ert, hvað þú vinnur við eða hvort þú eigir peninga eða ekki, allir eru velkomnir á Torture Garden og gestum er ekki mismunað vegna samfélagsstöðu.

„Það er svo mikið af fólki úr alls konar áttum, eins og lögfræðingar, verkfræðingar, stjórnmálamenn og trukkabílstjórar. Allir eru jafnir og við borgum öll sama inngöngugjald,“ segir hún og bætir við að það getur kostað allt að sjö þúsund krónur að komast inn á staðinn.

Strangar reglur um klæðaburð

Það eru strangar reglur þegar kemur að klæðnaði. Gestir mega til dæmis ekki klæðast bómull eða leggings. „Þeim er sama hvort þú sért 18 ára eða 65 ára, karlmaður, kona, feitur, lesbía eða hvað sem er. Þeim er alveg sama en þú þarft að klæða þig á ákveðinn hátt,“ segir hún.

„Það þýðir engar leggings, ekki bómull. Þú mátt vera í rauðu en það þarf að vera latex eða leður, þannig liturinn skiptir ekki máli en efnið gerir það. Leður og latex er langvinsælast.“

Mynd/Torture Garden

Snýst ekki allt um kynlíf

Þrátt fyrir að vera þekktur sem kynlífs- og blætisklúbbur snýst ekki allt um kynlíf að sögn Shonu.

„Kynlíf er bara hluti af allri upplifuninni,“ segir hún en viðurkennir að hún hefur stundað kynlíf þarna og í fyrsta skipti sem hún fór á staðinn endaði hún með að fara heim með pari.

Seinna fór hún heim með karlmanni og þau tóku upp myndbönd fyrir OnlyFans-síðuna hennar.

„Hvert kvöld er mismunandi upplifun. Ég hef stundað kynlíf þarna og svo hef ég líka farið bara í dýflissuna að flengja vini mína,“ segir hún.

Samþykki skiptir öllu máli

Í hverjum mánuði heimsækja þúsundir gesta staðinn. Það er algengt að sjá léttklædda eða nakta einstaklinga tjóðraða við rekka eða pör stunda kynlíf fyrir framan aðra. Það er einnig dansgólf og plötusnúður, og síðan eru kynlífsatriði á sviði sem geta orðið ansi grafísk.

„Samþykki er mjög mikilvægt. Það eru minni líkur á að þér verði nauðgað á Torture Garden heldur en á venjulegum skemmtistað. Fólk sýnir hvert öðru mikla virðingu og þú ert spurð um samþykki,“ segir hún.

„Almennt eru blætisklúbbar öruggustu, vingjarnlegustu og rólegustu klúbbarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki