fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fókus

Ellefu hlutir sem þú skalt aldrei setja upp í leggöngin

Fókus
Sunnudaginn 23. janúar 2022 21:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll heimsbyggðin hefur verið meira heima hjá sér síðustu tvö árin heldur en venjulega. Þetta hefur haft misjafnar afleiðingar á kynlíf fólks. Sumir reyna að njóta þess meira með makanum en aðrir og aðrar reyna að skemmta sér upp á sitt einsdæmi. Og þá er hægt að nýta ýmislegt sem fyrirfinnst á heimilinu.

Breski vefurinn Condoms.uk, sem selur bæði smokka og sleipiefni, fékk til liðs við sig tvo lækna til að komast að því hvaða hluti sem finna má á mörgum heimilum er alls ekki óhætt að setja upp í leggöngin. Daily Star greinir frá.

Mikilvægt er að halda réttu sýrustigi í leggöngunum, á bilinu 4-4,5. Annars eru líkur á að fá sveppasýkingu eða jafnvel bakteríusýkingu.

Hér eru ellefu hlutir sem læknarnir vöruðu sérstaklega við því að setja upp í leggöngin – hlutir sem þeir höfðu þó kynnst á sínum ferli að hafa sannarlega verið notaðir á þennan viðkvæma stað.

Smjör

Smjör á að vera kalt en það bráðnar fljótt í leggöngum, nýtist illa sem sleipiefni en er samt erfitt að þrífa það í burtu.

Pulsur

Ekki setja kjöt í leggöngin, sérstaklega ekki ef það er heitt eða það er sósa á því. Þú nærð aldrei að þrífa pulsur þannig að þær skilji ekki eftir sig fituleifar í leggöngunum sem geta valdið ertingu eða sýkingu.

Frosinn matur

Sumir nota ísmola á utanverða píkuna en það er alls ekki mælt með neinu frosnu í leggöngin. Þar getur frosinn matur valdið ísbruna á viðkvæmri slímhúðinni. Ef þú vilt endilega prófa þá er mikilvægt að nota smokk utan yfir.

Hundaleikföng

Sum hundaleikföng líkjast kynlífstækjum í útliti. Það er hins vegar hættulegt að nota þau sem slík því þau eru þakin sýklum úr munni hundsins sem geta valdið sýkingu í leggöngum. Kynlífstækin eru framleidd úr sílíkoni sem er öruggt til að nota á þennan hátt en hundaleikföng eru úr allt öðru efni.

Hnífskaft

Skaftið á hnífnum getur sannarlega verið þægilegt viðkomu en það þarf ekki nema smávægileg mistök til að stórslys eigi sér stað. Ekki vera með hnífsblað nálægt þinni allra heilögustu.

Ljósaperur

Það er hræðileg hugmynd að setja nokkuð sem er úr gleri inn í leggöng eða endaþarm. Glerið getur auðveldlega brotnað og þú ert þá með fullt af litlum glerbrotum inni í þér sem geta valdið alvarlegum blæðingum.

Hjólapumpa

Gleymdu hjólapumpunni og prófaðu frekar sérhannaða píkupumpu. Pumpan er með svokallaðri klifurtúttu (e. suction cup) sem nær yfir alla ytri píkuna, þar með talinn snípinn, og með þrýstiaflinu dregur blóðið fram þannig að píkan örvast.

Ilmvatn

Að nota ilmvatn er ekki rétta leiðin til að láta píkuna lykta vel. Farðu frekar bara í sturtu. Ilmvötn innihalda sterk kemísk efni, jafnvel litarefni og rotvarnarefni sem geta auðveldlega breytt sýrustiginu í leggöngunum og valdið sýkingum, ertingu eða jafnvel ofnæmisviðbrögðum.

 

Klósettbusti

Ef þú vilt endilega nota klósettbursta í kynlífsleikjum þá verður þú að passa að nota glænýjan bursta og nota bara skaftið. Hárin á burstanum sjálfum eru of stíf fyrir viðkvæman vef kynfæranna. En best væri samt að geyma klósettburstann bara á baðherberginu þar sem hann á heima.

Hlutir úr tré

Það er auðvelt að fá flísar af hvers kyns hlutum úr við og ef það er eitthvað sem við viljum ekki er flís inni í leggöngunum. Segjum því nei við kökukefli og hárburstum með viðarskafti.

Vaselín eða barnaolía

Ef þið eruð að nota smokk til að minnka líkur á getnaði eða kynsjúkdómum þá þarf að kaupa sleipiefni. Vaselín og barnaolía geta valdið slitum á smokknum og þá gerir hann ekki sitt gagn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Í gær

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr
Fókus
Í gær

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur