fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fókus

Lína Birgitta með 750 þúsund króna tösku – „Hugarfarið mitt í dag er að ég ætla aldrei aftur að upplifa nokkurn skort“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 10:18

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er mikill fagurkeri og einn helsti sérfræðingur landsins um merkjavörur.

Lína Birgitta á og rekur íþróttavörumerkið Define The Line. Hún er einnig afar vinsæl á samfélagsmiðlum með rúmlega 24 þúsund fylgjendur á Instagram og er dugleg að sýna frá fallegu tískuvörunum sem hún hefur fjárfest í. DV hefur áður fjallað um merkjavörusafn hennar og verðmæti þess.

Sjá einnig: Verðmæti merkjavörusafns áhrifavaldsins Línu Birgittu hleypur á milljónum – Sjáðu myndir og listaverð

Nýlega sýndi hún nýjustu viðbótina við merkjavörusafnið, Chanel tösku sem kostaði 750 þúsund krónur. Smartland greinir frá.

Lína Birgitta viðurkenndi að taskan væri „viðbjóðslega dýr.“

„Hún kostaði 750.000 kr. Ég elska hana og er svo ánægð,“ sagði hún á Instagram.

Lína Birgitta með 750 þúsund króna töskuna. Mynd/Instagram

Einn fylgjandi athafnakonunnar bað hana um fjármálaráð og spurði hvort hún gæti deilt sinni sögu. Lína gaf í skyn að hún myndi hugsanlega gefa út hlaðvarpsþátt um þetta efni.

„Ég veit hvernig er að þéna góða peninga og ég veit hvernig það er að eiga ekki krónu og geta ekki borgað eitt né neitt. En það er ekki langt síðan ég gat ekki greitt leigu af íbúð sem ég var að leigja og sú tilfinning var viðbjóður,“ segir hún.

Í dag er Lína með breytt hugarfar. „Hugarfarið mitt í dag er að ég ætla aldrei aftur að upplifa nokkurn skort. Ég hef farið í gegnum það og kýs að vera ekki þar því mér fannst það of vont. Ég gaf sjálfri mér loforð á þeim tíma að koma mér úr peningaleysi og upplifa ekki skort aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Í gær

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr
Fókus
Í gær

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur