fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
Fókus

Hún fann dularfullan túrtappa heima hjá kærastanum – Voru viðbrögðin snilld eða klikkun?

Fókus
Laugardaginn 8. janúar 2022 19:00

Einn saklaus túrtappi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband frá Lois Saunders varð „viral“ á TikTok eftir að hún lagði mikið á sig til að komast að því hvort kærastinn hefði haldið framhjá henni eða ekki – og fólki finnst viðbrögð hennar ýmist vera algjör snilld eða hrein klikkun.

Lois var heima hjá kærastanum þegar hún tók eftir því að undir fataskápnum hans leyndist ónotaður túrtapp í gulum umbúðum og maskari, en hvorugt tilheyrði henni.

Þegar hún spurði kærastann um túrtappann og maskarann sagðist hann ekkert kannast við þessa hluti og skildi ekki hvernig þeir hefðu komist þangað.

Þetta vakti grunsemdir hjá Lois sem ákvað að rannsaka málið sjálf.

Hún deildi frásögn af rannsókninni á TikTok þar sem hún er með notendanafnið @loissa4. Þar sagði hún meðal annars: „Þegar þú finnur túrtappa og maskara undir fataskápnum hjá kærastanum þínum og hann neitar öllu, þá þarft þú sjálf að rannsaka málið.“

Í myndbandinu, sem búið er að horfa á yfir 4 milljón sinnum á aðeins sólarhring, segir Lois frá því að hún hafi haft samband við fyrirtækið Tampax sem framleiðir túrtappana til að komast að því hvenær þessi túrtappi hefði verið framleiddur.

Hún fékk snögg og greinargóð svör frá Tampax þess efnis að túrtappinn hefði verið framleiddur þann 11. desember 2019, sem var áður en hún og kærastinn byrjuðu saman.

Kærasti Lois sagði í framhaldinu að hann grunaði að kvenkyns stúdent sem leigði herbergið á undan honum hefði óvart skilið þetta eftir.

Þegar hafa verið skrifaðar yfir fimm þúsund athugasemdir við myndbandið þar sem fólk ýmist lofar Lois fyrir útsjónarsemina eða segir hana hreinlega klikkaða.

Ein skrifar að starfsmaðurinn hjá Tampax sem svaraði henni svona vel eigi skilið að fá launahækkun. Önnur segir: „Ef hann á ekki systur, þetta eru ekki þínar eigur og þið voruð byrjuð að hittast fyrir desember 2019 þá er gaurinn sekur!“

@loissa4##tampax had my back 👯♬ original sound – Lois Sa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu