fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Katrín Ósk með nýja kraftaverkadagbók – Fyrsta bókin bjargaði syni hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. janúar 2022 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Jóhannsdóttir beitti frumlegu ráði til að takast á við alvarlegan kvíða og félagsfælni sonar síns er hún gaf út bókina Mikilvægasta dagbók sem ég mun eiga.

Um er að ræða bók sem með einföldum og markvissum hætti hjálpar til við að byggja upp sjálfstraust. Bókin olli fyrst miklum umskiptum til hins betra í lífi sonar Katrínar en breiddist síðan út til margra Íslendinga sem kunnu afar vel að meta þessa óvenjulegu dagbók og notuðu hana sér til gagns.

Sjá einnig: Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“

Katrín hefur nú gefið út bókina Ég er til, Því að ég Finn; Tilfinningar. Þetta er önnur dagbók Katrínar í átt að betri líðan og andlegu heilbrigði. Í kynningartexta um bókina segir meðal annars:

„Þær tilfinningar sem við ýtum til hliðar og atburðir sem við ákveðum að láta ekki hafa áhrif á okkur, munu ganga aftur og ásækja okkur. Vextirnir geta orðið okkur dýrkeyptir og komið í formi andlegra og/eða líkamlegra veikinda.

Manneskjan er mikil tilfinningavera, jafnvel sú íslenska, og getur stór flóra tilfinninga okkar verið heilmikil rússíbanareið. Í daglegu amstri okkar gefum við okkur oft lítinn tíma til þess að skoða líðan okkar og greina það sem við finnum og af hverju. Þegar við loks komumst í ró og getum veitt atburðum dagsins athygli höfum við gleymt stórum hluta hans og aðeins stærstu tilfinningarnar haldast í minni okkar.

Þessi dagbók mun veita þér yfirsýn yfir líðan þína og fyrirferðamestu tilfinningar þínar yfir alla daga vikunnar, næstu fjórar vikur.“

 

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni