fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
Fókus

Pabbi hennar hélt við mömmu kærastans og nú eru þau stjúpsystkin – „Þetta er svo eigingjarnt af þeim“

Fókus
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft geta samsettar fjölskyldur orðið nokkuð flóknar. En líklega ekki eins flóknar og kona nokkur á TikTok greinir frá. En hún hefur vakið mikla athygli með myndbandi þar sem hún greindi frá afar vandræðalegum aðstæðum sem hún er nú komin í.

Kona, sem kallar sig Izzy á TikTok, hafði verið á föstu með manni í þrjú og hálft ár, þegar sambandið varð skyndilega óþægilegt, ekki út af neinu sem gerðist þeirra á milli heldur út af foreldrum þeirra.

„Ég sá aldrei mömmu hans sem ógn. Þar til pabbi hélt við hana. Ekki eins og ég hafi verið í sambandi með syni hennar í þrjú og hálft ár. Og nú erum við stjúpsystkin.“

@izzy.double.hin a nutshell♬ Kid Gorgeous in 1 Minute and 44 Seconds – Jalon Brown

Izzy fer nánar í söguna í öðru myndbandi og greinir þar frá því að faðir hennar og tengdamóðir hafi verið byrjað að sofa saman þegar Izzy byrjaði með kærasta sínum:

„Kærastinn og ég byrjum saman. Tek eftir að foreldrar okkar eru farin að verja meiri tíma saman. Minnist á það við þau en þau segja að það sé ekkert óeðlilegt. Ég og kærastinn erum saman í þrjú ár. Fjölskyldur okkar farnar að gera allt saman. Pabbi minn verður fjarlægur. Segir mér svo að hann og mamma kærasta míns séu búin að halda við hvort annað í fjögur ár.

Ég neita að tala við pabba eftir að hann flytur út. Hætti með kærastanum mínum. Foreldrar mínir skilja. Foreldrar hans skilja. Ég er rosalega þunglynd og langar að hætta í skólanum. Pabbi minn og mamma hans gifta sig svo við erum nú stjúpsystkin. Pabbi minn neitar að borga meðlag. 

Ég verð aftur þunglynd yfir brúðkaupinu. Vinir mínir hlusta á mig kvarta allan sólarhringinn. Ég slít samskiptum við alla fjölskyldu mína og fjölskyldu fyrrverandi. Fer loksins að líða betur. Síðan lendi ég með fyrrverandi/stjúpbróður mínum í tímum í háskólanum. Ákveð þá að fara til sálfræðings.“

Myndbandið hefur fengið hátt í milljón áhorf og hafa margir skrifað athugasemdir við það.

„Hvað héldu þau að myndi gerast? Tvöföld stefnumót“ 

„Ef þetta kæmi fyrir mig myndi ég aldrei fara á stefnumót aftur. Mér þykir leitt að þú lentir í þessu.“ 

„Þetta er svo eigingjarnt af þeim. En leiðinlegt.“ 

@izzy.double.hreverse clueless♬ that ed sheeran song – Adam Watt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu