fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Pálmi samdi lag um myrkur fíknarinnar – „Móðir mín þurfti að pumpa í mig lífi“

Fókus
Fimmtudaginn 9. september 2021 15:40

Pálmi Snær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Pálmi Snær er 27 ára. Ungur fór hann að neyta fíkniefna og var kominn í mjög harða neyslu í kringum tvítugt. Hann týndi sjálfum sér og glataði sambandi við sína nánustu. Um þetta segir Pálmi:

„Á þessum tíma átti ég í miklu basli við fíkniefni og því dýpra sem ég var sokkinn því erfiðara var að koma mér úr þeirri dýflissu sem ég var sokkinn ofan í. Ég fór að svíkja alla í kringum mig og var orðinn einhver sem að ég þekkti ekki sjálfur. Vanlíðanin var orðin svo mikil að ég var farinn að missa lífsviljann og langaði helst ekki að vera hérna lengur.

Kvöldið eitt „óverdísaði“ ég og móðir mín þurfti að pumpa í mig lífi. Á þeirri stundu þegar ég rólega áttaði mig á því sem gengið hefði á breyttist eitthvað innra með mér og tók ég ákvörðun um að láta móðir mína aldrei upplifa þennan sársauka aftur, að sjá son sinn í þessu ástandi.“

Það tók Pálma Snæ nokkurn tíma að snúa við blaðinu, en: Fyrir þremur árum fór ég svo loksins í meðferð og hef verið án fíkniefna síðustu tvö árin og ætla mér aldrei aftur á þann dimma stað sem ég var fastur á. Ég er svo þakklátur fjölskyldu minni og þeim vinum sem hafa umvafið mig aftur allri sinni ást og umhyggju og haft trú á mér í gegnum þessa erfiðleika.“

DÍA

Textaskrif og tónlist

„Það sem hefur hjálpað mér að komast í gegnum þetta eru skrifin og skrifa ég mikið af textum og samdi ég lag sem að táknar minn dans við Bakkus og bataferlið,“ segir Pálmi Snær ennfremur.

Lagið samdi Pálmi Snær með Dagbjörtu Rúriks, sem ber listamannsnafnið DÍA. Dagbjört og Pálmi hafa sungið saman síðan þau voru 17 ára en þetta er í fyrsta skipti sem þau gefa út lag saman.

Myndband með laginu er í spilanum hér fyrir neðan og smellið hér til að hlýða á lagið á Spotify. Birgir Örn Magnússon útsetti lagið og Álfrún Kolbrúnardóttir framleiddi og leikstýrði myndbandinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar