fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fókus

„Mömmurnar voru oft verstar – [sögðu] að ég hlyti að vera að sofa hjá dómurunum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. september 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Rún Basev er einn farsælasti dansari Íslands og hefur unnið hvern titillinn á fætur öðrum. Hún kynntist eiginmanni sínum og barnsföður, Nikita Basev, í gegnum dansinn og hafa þau dansað saman síðan 2012.

Hanna Rún er framan á forsíðu Vikunnar og ræðir meðal annars um ferillinn og dansheiminn sem getur oft á tíðum verið erfiður heimur að þrífast í.

Íslenski dansheimurinn grimmur

Hanna Rún byrjaði að dansa fjögurra ára gömul og keppti á sínu fyrsta móti sex ára. Hún var strax álitin efnileg og vann Íslandsmeistaramótið mörg ár í röð.

Það getur þó dregið dilk á eftir sér að vera einn besti dansari landsins. Hún segir dansheiminn, þá sérstaklega á Íslandi, geta verið grimman og leiðinlegt umtal sé óumflýjanlegur hluti af honum.

„Dansheimurinn er annar heimur, mikil samkeppni og rígur og voða erfitt að samgleðjast,“ segir Hanna Rún í Vikunni.

„Mömmurnar voru oft verstar, bönnuðu dætrum sínum að leika við mig og ég var ekki fermd þegar mömmurnar voru að hlæja og gera grín að mér og segja að ég hlyti að vera að sofa hjá dómurunum. Ég skildi þetta ekki og velti fyrir mér hvað ég hefði gert fólki. En ég var andlega tilbúin, foreldrar mínir voru búin að undirbúa mig og segja mér að það væri kalt á toppnum. Ég hef brynjað mig vel og það þarf mikið til að brjóta mig niður. Maður verður fyrir aðkasti og er hataður, svona er þetta bara.“

Hanna Rún segir að fólk hefði dæmt hana mikið eftir útliti þrátt fyrir að þekkja hana ekki.

„Nikita er búinn að fara um allan heim og kynnast mörgu dansfólki og segist aldrei hafa kynnst öðru eins aðkasti eins og er hér á landi. Á Ítalíu eru allir félagar og hvetja hver annan áfram,“ segir hún.

Sem betur fer breyttist viðhorf fólks til Hönnu Rúnar að miklu leyti eftir að hún byrjaði á samfélagsmiðlum. Hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Hún segist fá reglulega falleg skilaboð frá fólki sem viðurkennir að hafa dæmt hana í fyrstu en eftir að hafa séð hvaða manneskju hún hefur að geyma skipt um skoðun.

Þú getur lesið viðtalið við Hönnu Rún í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Í gær

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr
Fókus
Í gær

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur