fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Klámmyndaleikarinn sofnaði í miðjum klíðum – „Svo ég var bara – bíddu hvaða hljóð er þetta?“

Fókus
Fimmtudaginn 9. september 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámleikkonan Bonny Colby deilir sprenghlægilegri reynslusögu úr starfinu, reynslu sem í líklega fæstir sem stunda samfarir, hvort sem það er í atvinnuskyni eða til skemmtunar, vilja lenda í.

„Við vorum að taka upp þessa senu þar sem mig minnir að ég hafi átt að eiga Airbnb íbúð og hann átti að vera leigjandinn,“ sagði Bunny í samtali við hlaðvarp Holly Randalls.

Bunny hélt áfram og sagði að senan hafi endað þannig að hún og „leigjandinn“ fóru að hafa samfarir. Svo þegar hún reyndi að ná sambandi við mótleikarann sinn, Ryan Driller, heyrði hún skrítið hljóð. „Svo ég var bara – bíddu hvaða hljóð er þetta – og svo fattaði ég – bíddu nú við, hann er sofandi! Hann er hrjótandi. Hann er bara rotaður.“

Bunny hætti að sjálfsögðu því sem hún var að gera.

„Svo ég bara hætti öllu og leit á hann og hann vaknar ekki einu sinni, ég þurfti að vekja hann og benda honum á að við værum núna komin með hroturnar hans á upptöku.“

Þegar maðurinn loks rankaði við sér skammaðist hann sín bara ekkert fyrir þessa uppákomu. „Hann sagði bara „Nú jæja, ég er bara svo þreyttur“ eins og þetta væri bara fullkomlega eðlilegt. Ef hann hefði ekki hrotið þá hefði ég bara klárað að taka upp atriðið.“

Bunny fór um víðan völl í viðtalinu og játaði að sjálf horfi hún ekki á klám og að hún hafi mest gaman af því að taka upp fyndin atriði.

„Ég kann að meta fjölbreytileika. Mér finnst virkilega gaman að taka upp fyndnar-senur því mér finnast þær bara áhugaverðari. Alvarlega dótið á alveg sinn stað og það er líka áhugavert að taka það upp og upplifa svona atvinnuleikara augnablik. En ég hef gaman af fyndnum hlutum þar sem ég má vera með spuna og segja heimskulega hluti.“

Frétt Daily Star

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt