fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022
Fókus

Fyrrverandi landsliðsmaður tjáir sig – „Það eru fáir karlmenn sem þora að segjast vera femínistar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. september 2021 13:14

Pétur Marteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Marteinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, mætti í hlaðvarpsþátt Þorsteinar V. Einarssonar, Karlmennskan, á dögunum.

Þorsteinn er forsprakki samfélagshreyfingarinnar #Karlmennskan og hefur umsjón með vefmiðlinum Karlmennskan. Hann heldur einnig úti samnefndu hlaðvarpi.

„Síðustu vikuna hef ég óskað eftir samtali við fyrrverandi formann KSÍ, landsliðsþjálfarann og nokkra karlkyns einstaklinga sem eru fyrrverandi knattspyrnumenn eða starfa við umfjöllun um fótbolta. Enginn sem ég leitaði til gaf kost á sér í spjall við mig, nema Pétur Marteinsson sem þó var aðeins tvístígandi,“ segir Þorsteinn í færslu þar sem hann auglýsir þáttinn.

„Við verðum að vilja bregðast við“

Þorsteinn og Pétur áttu áhugaverðar samræður og ræddu meðal annars um klefamenninguna, karlasamstöðu og forréttindi. Þeir velta því einnig fyrir sér af hverju svo margir karlmenn þora ekki að tjá sig eða forðast umræðuna um ofbeldi.

„Flestir karlmenn geta sagt að þeir séu jafnréttissinnar og algjörlega á móti öllu ofbeldi. En það eru fáir sem segjast trúa þolendum. Vitandi það að yfir 10 prósent kvenna er nauðgað og yfir 30 prósent lenda í kynferðisofbeldi sem hefur áhrif á þær til framtíðar. Við vitum líka að búið er að þagga í milljón svona málum, samt erum við ekki tilbúnir til að trúa þolendum,“ segir Pétur.

„Mér finnst vanta auðmýkt í umræðuna. Að fólk viðurkenni að þetta er vandamál og ekkert bara í fótboltanum, þetta er alls staðar. […] Við verðum að átta okkur á að konur búa við ofbeldi og þeim er nauðgað og við verðum að vilja bregðast við.“

Forréttindi

Pétur segir að það sé auðvitað í hag „okkar forréttindakallanna sem höfum alltaf ráðið öllu“ að hlutirnir breytist ekki of mikið.

„Það eru fáir karlmenn sem þora að segjast vera femínistar. Þegar maður veit að í gegnum tíðina hefur verið mikill launamunur, aðstöðumunur, konur hafa oftast tekið ábyrgð á heimilinu og uppeldi barna og ég tala nú ekki um kynbundna ofbeldið. Við vitum þetta en getum samt ekki sagst vera femínistar,“ segir hann.

Hans upplifun á klefamenningunni

Þegar kemur að því að ræða um klefamenningu segir Pétur að hans upplifun sé önnur en hefur verið í umræðunni.

„Ég hugsa að klefamenningin í umræðunni núna sé samnefnari fyrir karlamenningu og hún er vissulega til staðar. En mín upplifun á klefanum var í raun þvert á móti. Í klefanum gátu karlmenn fellt grímuna, maður horfði upp á vini sína gráta og það var faðmast. […] Hins vegar þegar ungir menn koma saman og fá sér bjór eftir leiki, þá gat komið upp eitthvað sem fólk er ekki stolt af í dag og þarf að uppræta,“ segir hann.

„Ef við horfum á knattspyrnuhreyfinguna þá er ljóst að þegar það er sautján manna stjórn, fimmtán karlar og tvær konur og ef þú ætlar að gera miklar breytingar þá þarftu að vera með rétt og sanngjörn kynjahlutföll,“ segir Pétur og bætir við að hann myndi vilja sjá lög um jafnt kynjahlutfall á þingi sem velur næstu stjórn. „Held það gæti verið risastórt skref.“

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Spotify og Podcasts.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir Marilyn Manson hafa nauðgað sér við tökur á tónlistarmyndbandi

Segir Marilyn Manson hafa nauðgað sér við tökur á tónlistarmyndbandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Youtube-stjarna dæmd til að greiða Cardi B rúmar 160 milljónir fyrir meiðyrði

Youtube-stjarna dæmd til að greiða Cardi B rúmar 160 milljónir fyrir meiðyrði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma