fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sýndi nágrönnum sínum óvart undir kjólinn sinn – Vandræðalega augnablikið náðist á myndband

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 8. september 2021 11:52

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olivia Gomez, 26 ára kona frá Warrington á Englandi, lenti í ansi vandræðalegu atviki þann 3. ágúst síðastliðinn. Olivia hafði nýlega fengið nýja nágranna og var að fara út með ruslið þegar hún hitti þá í fyrsta skiptið. Þessi fyrstu kynni fóru samt ekki alveg eins og hún ætlaði sér.

Þegar Olivia sá nýju nágrannana sína byrjaði hún að tala við þá um byggingaverktakana sem höfðu lagt bílnum sínum „hræðilega“ í götunni. Þá lyfti hún fyngri sínum og benti á bílana sem voru lagðir svona illa. Olivia hélt á ruslapoka í hendinni sem hún benti með en pokinn festist í kjólnum hennar og lyfti honum upp. Nýju nágrannarnir fengu því að sjá ansi mikið af þessum nágranna sínum við fyrstu kynni.

Olivia var fljót að grínast með þetta og nýju nágrannarnir hlógu með henni. „Mér leið alveg skelfilega en ég reyndi að láta á engu bera og halda bara áfram eins og ekkert hefði gerst. Sem betur fer voru þau alveg yndislegt og hlógu bara að þessu,“ segir hún. „Þau höfðu bara flutt inn í húsið fyrir einum degi eða svo, þannig þetta var í fyrsta skiptið sem ég hitti þau. Eftir þetta þá henti ég ruslinu mínu og faldi mig svo frá þeim í viku.“

Það hafa eflaust margir átt vandræðaleg augnablik en það sem gerir þetta augnablik sérstakt er að það náðist á myndband. Olivia er nefnilega með myndavél á dyrabjöllunni sinni sem tók upp atvikið. Fjölmargir fjölmiðlar á Englandi hafa fjallað um þetta augnablik hennar og birt myndbandið sem vakið hefur mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“