fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Fókus

Helga Vala mætti ofbeldismanni sínum 24 árum seinna – „Ég lít upp og þá er það maðurinn sem barði mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. september 2021 13:00

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Í þættinum ræða þær meðal annars um stöðu þolenda í réttarkerfinu og langtímaáhrif ofbeldis. Helga Vala bendir á að stundum verða þolendur ekki varir við andleg áhrif ofbeldisins fyrr en einhverjum árum seinna þegar eitthvað „triggerar“ þá.

Helga Vala talar af reynslu og opnar sig um ofbeldi sem hún varð fyrir sautján ára gömul. Þá var ráðist á hana í miðbæ Reykjavíkur.

„Ég var barin mjög illa. Ég hélt einhvern veginn að þetta væri bara frá. Það var svona um 24 árum seinna sem ég er að labba úr vinnu, lögmannsstofunni á Austurstræti, stend og er að fara að taka strætó á Lækjargötu. Ég er eitthvað í símanum en svo finn ég að það er einhver fyrir framan mig. Ég lít upp og þá er það maðurinn sem barði mig,“ segir Helga Vala og heldur áfram:

„Hann er bara orðinn gamall maður, ég hefði getað hrint honum. Mér stafaði engin ógn af honum þannig, ég var miklu sterkari en hann. En ég algjörlega lamast. Ég kem mér út úr strætóskýlinu […] og hringi í manninn minn og algjörlega krassa. Ég hryn niður. Ég var svo rosalega hrædd við hann, það bara triggeraðist allt aftur. Þarna var ég rúmlega fertug þegar ég lendi í þessu. Allt í einu bara,“ segir Helga Vala.

Reyndi að kæra

Helga Vala segist hafa reynt að kæra á sínum tíma. Hún var með glóðaraugu og nefbrotin en segir að ástæðan fyrir því að kæran hefði ekki verið tekin lengra hefði verið súa að „[árásarmaðurinn] var ekki heill.“

Hún segir einnig að viðmótið sem hún fékk frá lögreglu við skýrslutöku hefði verið leiðinlegt og það hafi örugglega blundað í henni þegar hún ákvað að læra lögfræði rúmlega þrítug. Eftir að hún útskrifaðist sem lögfræðingur starfaði hún í árabil sem réttargæslumaður brotaþola.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin mennska beinagrind – Drengurinn sem gat ekki fitnað

Hin mennska beinagrind – Drengurinn sem gat ekki fitnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu nöglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu nöglunum sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna