fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Fókus

Matur og Heimili: Matarástríða á Nielsen og ekta íslenskt wasabi

Fókus
Þriðjudaginn 28. september 2021 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðar heimsækir í kvöld Nielsen veitingahúsið á Egilsstöðum, sem og ræktunarfyrirtækið Nordic Wasabi í Fellabæ, þar sem rekið er hátæknigróðurhús, í þættinum Matur og Heimili.

Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar kl. 19 og 21 í kvöld.

Í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 stendur elsta hús bæjarins, frá árinu 1944, sem nýlega hefur verið uppgert af ungu pari, þeim Sólveigu Eddu Bjarnadóttur og Kára Þorsteinssyni sem létu draum sinn rætast að opna veitingastað Austur á Héraði fyrir liðlega tveimur árum. Húsið var teiknað og byggt af Dananum Oswald Nielsen árið 1944 og hefur því oftast verið kallað Nielsenshús af heimamönnum og ákváðu því Sólveig og Kári að halda nafninu og ber staðurinn þeirra því nafnið Nielsen veitingahúsið.

Í þætti kvöldsins bregðust Sjöfn sér  austur á Egilsstaði og heimsækir unga parið á hinn margrómaða veitingastað Nielsen og fær að heyra tilurð þess þau ákváðu að flytja úr skarkala höfuðborgarinnar og færa sig yfir í sveitasæluna fyrir austan, um matarástríðu þeirra og hugsjónir í matargerðinni.

„Við höfum einbeitt okkur að því að bjóða upp á mat sem er unnin úr staðbundnu hráefni. Við reynum eftir fremsta megni að versla við framleiðendur á Austurlandi og öll hráefnin sem notast er við eru íslensk,“segja þau Sólveig og Kári sem hafa bæði drífandi ástríðu fyrir matargerð.

 

Ekta wasabi, ræktað á Íslandi

Það eru kannski ekki allir sem vita að á Íslandi er alvöru wasabi ræktað sem á uppruna sinn að rekja til Japans. Sjöfn Þórðar heimsækir Ragnar Atla Tómasson frumkvöðul í Fellabæ Austur á héraði en hann er eigandi Nordic Wasabi og er með stærðarinnar hátækni gróðurhús þar í bæ, þar sem ræktunin fer fram og umfangið hefur vaxið hratt. Megin­áhersla að sögn Ragnars Atla er að rækta og fram­leiða hreina vöru með hreinu íslensku vatni og end­ur­nýt­an­leg­um orku­gjöf­um.

Hingað til hefur allt wasabi á Íslandi verið blanda af piparrót, sinnepi og matarlit og er í raun allt annað en ekta wasabi. Alvöru wasabi kemur beint úr stilk wasabi plöntunnar og er ferskt grænmeti, ekkert tekið burt og engu bætt við. Ferskt wasabi er einstök afurð sem hefur gegnum tíðina verði þekktust í japanskri matargerð en hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms innan fusion og ný-norrænna matargerðar. „Ferskt wasabi hefur mjúka náttúrulega undirtóna sem fylgja bragðsterku eiginleikunum sem wasabi er einna helst þekkt fyrir,“segir Atli Ragnar og hefur fundið fyrir miklum áhuga matreiðslumanna og matgæðinga á ferska wasabi-inu.

 

Sem fyrr segir er Matur og heimili á dagskrá Hringbrautar kl. 19 og 21 í kvöld. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman
Fókus
Í gær

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag
Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart
Fókus
Í gær

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á nýja jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal

Hlustaðu á nýja jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“