fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Sakamál: Fyrirmyndarfjölskylda eða fósturforeldrar frá helvíti?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:15

Tia litla með blóðmóður sinni. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiaghleigh Rose Palmer – eða Tia – hafði varið stórum hluta sinnar stuttu ævi á þvælingi milli fósturheimila en móðir hennar stríddi við erfiðleika vegna fíkniefnaneyslu og gat ekki haft hana hjá sér. Þegar Tia fluttist til Thorburn-fjölskyldunnar virtist hún komin í örugga höfn því Thorburn-hjónin höfðu afskaplega gott orð á sér sem fósturforeldrar.

Sagan gerist í Ástralíu, nánar tiltekið í úthverfi frá borginni Brisbane. Hjónin Rick og Julene Thorburn voru á sextugsaldri og áttu tvo unglingssyni, Trent og Josh, sem voru 18 og 19 ára þegar þeir atburðir sem hér er fjallað um gerðust. Rick rak skyndibitavagn og synir hans störfuðu þar með honum, en Julene var dagmóðir.

Thorburn-fjölskyldan var virt í samfélaginu og Tiu leist vel á heimilið þegar hún fluttist þangað. Ekki spillti fyrir að hjónin voru með hesta. Tiu leist reyndar illa á að búa með tveimur unglingsstrákum en annað virtist í lagi. Tia fluttist á heimilið í janúar árið 2015, hún var þá 12 ára gömul. Þann 30. október sama ár barst símtal frá skólanum hennar á heimili Thorburn-fjölskyldunnar, þess efnis að hún hefði ekki sést í neinum tímum í skólanum þennan dag. Fósturfaðir hennar, Rick, hafði þó ekið henni í skólann um morguninn.

Símtalið vakti vissulega undrun en þó enga skelfingu í fyrstu. Tia hafði nefnilega strokið af heimilinu nokkrum sinnum áður en hafði alltaf skilað sér heim aftur eftir nokkrar klukkustundir. En í þetta sinn heyrðist aldrei frá henni framar.

Allt leit út fyrir að Tia hefði aldrei farið í skólann þennan dag þó að henni hafi verið ekið þangað. En hvert hafði hún þá farið?

Líkfundur í ánni

Tæpri viku eftir að Tia hvarf fannst lík hennar á bökkum Pimpana-fljótsins sem rennur í gegnum héraðið. Líkið var svo illa farið eftir að hafa borist með vatnsstraumnum í nokkra daga að með naumindum var hægt að bera kennsl á Tiu.

Ekki komst skriður á rannsóknina fyrr en árið eftir þegar lögreglunni bárust fréttir um að Rick væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart börnum sem höfðu verið í dagvistun hjá Jolene, eiginkonu hans. Höfðu félagsmálayfirvöld lokað starfsemi hennar.

Þetta leiddi til þess að lögregla lagði miklu meiri kraft í að yfirheyra fjölskylduna. Vorið 2016 drógu þær yfirheyrslur fram sláandi upplýsingar um fjölskylduna og afhjúpuðu þann glæp sem framinn hafði verið gagnvart Tiu.

Thorburn-fjölskyldan. Youtube-skjáskot

Harðstjóri á heimilinu

Þó að Rick viðurkenndi ekkert misjafnt í fyrstu bognuðu eiginkona hans og synir undan ágengni lögreglumanna og upp teiknaðist heildstæð mynd af óhugnanlegum samskiptum.

Aðdragandinn var sá að hinn 18 ára gamli Trent, fósturbróðir Tiu, játaði fyrir fjölskyldunni að hann hefði haft samfarir við Tiu (nauðgað) og hann óttaðist að hún væri ófrísk. Þetta mun ekki hafa verið í eina skiptið sem Tia (og gleymum því ekki að hún var aðeins 12 ára) var misnotuð kynferðislega á heimilinu. Í yfirheyrslunum kom jafnframt fram að Tia óttaðist Rick, fósturföður sinn, mjög og forðaðist eftir megni að vera ein með honum.

Fram kom einnig í yfirheyrslunum að Rick var harðstjóri á heimilinu og Julene og synirnir óttuðust hann og skapofsa hans. Þegar Trent hafði gert játningu sína sagði Rick bræðrunum og Julene að fara í burtu, hann ætlaði að afgreiða vandamálið.

Lausnin á vandamálinu var hræðileg

Það sem fólst í yfirlýsingu Rick um að afgreiða vandamálið var að hann myrti stúlkuna og losaði sig við líkið. Það kom á daginn að Rick hafði aldrei tekið Tiu í skólann þennan dag eins og hann hafði sagst hafa gert og þó að eftirlitsmyndavélar á svæðinu greindu bíl hans aka framhjá skólanum um það leyti sem Tia átti að mæta þá sést hann í upptökunum ekki stöðva bílinn og því síður sést stúlkan stíga út úr honum. Ökuferðin var til þess fallin að slá ryki í augu rannsakenda og styðja svið sögu Ricks af rás atvika.

Um síðir játaði Rick morðið á fósturdóttur sinni og var dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Eldri sonurinn, Josh, hlaut þriggja mánaða fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu og leyna upplýsingum um dauða Tiu. Trent, sem nauðgaði Tiu, fékk fjögurra ára fangelsi. Móðirin Julene Thorburn var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni og skaða rannsóknina með blekkingum.

Ljóst er að þessi fósturfjölskylda var ekki öll þar sem hún var séð og undir fögru yfirborði leyndist óhugnanleg saga sjúklegra samskipta og glæpsamlegrar hegðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“
Fókus
Í gær

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum