fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

„Harðasti gagnrýnandinn“ býður upp á margarita pítsu, lakkrís og grjónagraut í kosningapartýinu

Fókus
Laugardaginn 25. september 2021 20:30

Katrín Guðrún Tryggvadóttir. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Guðrún Tryggvadóttir hefur í gegn um tíðina vakið mikla athygli sem matargagnrýnandi þáttanna Með okkar augum. Hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er og er afar harður gagnrýnandi, raunar svo að hún er oft kölluð „harðasti gagnrýnandinn“ og hefur hún meðal annars verið gestur í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni þar sem hún segir álit sitt á mat.

Í tilefni af kosningunum tók Síðdegisútvarp Rásar 2 Katrínu Guðrúnu tali í dag og spurði hvernig væri best að gera vel við gesti í veislu á borð við kosningapartý.

Hún sagði í þættinum að uppáhalds maturinn væri grjónagrautur með rúsínum og kanil. Hún gekk raunar svo langt að kalla hann „lostæti.“

„Snakk væri á borðum hjá Katrínu í kvöld ef hún byði heim, í uppáhaldi er rauður Pringles og Stjörnusnakk með paprikubragði. Lakkrís þykir henni góður í hófi, svo lengi sem ekki er pipar í honum, og hún er mikið fyrir Dominos pizzu þar sem hún pantar sér margaritu einu sinni í mánuði. Ís er líka oft á borðum og þá er það alltaf með súkkulaðibragði,“ segir á RUV.

Þar fylgir líka innkaupalistinn hennar fyrir alvöru partýkvöld, sem er eftirfarandi:

 • Margarita pizza frá Dominos
 • Grjónagrautur með rúsínum og kanil
 • Paprikustjörnur
 • Rauður Pringles
 • Mjólkursúkkulaði
 • Hreinn lakkrís
 • Súkkulaðiís
 • Pepsi
 • Pepsi max
 • Kók
 • Kók light
 • Fanta
 • Sódavatn

Hér má hlusta á viðtalið við Katrínu Guðrúnu í Síðdegisútvarpi Rásar 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé tjáir sig um „stóra kjólamálið“ – „Ég er alveg góð sko. Þetta hefur engin áhrif á mig“

Linda Pé tjáir sig um „stóra kjólamálið“ – „Ég er alveg góð sko. Þetta hefur engin áhrif á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“