fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Sigmundur svarar fyrir stóra brauðtertumálið – „Eftir 12 ár kom loks að því að ég þyrfti að takast á við erfitt mál í pólitík“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. september 2021 16:13

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn rómaði kokkur og matreiðslubókahöfundur, Nanna Rögnvaldsdóttir, sakaði í gær Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um að skreyta sig með stolnum fjöðrum, er brauðtertuuppskrift, sem virðist byggjast að miklu leyti á uppskrift Nönnu, var birt sem uppskrift formannsins í uppskriftaútgáfu Heimkaupa.

Nanna þótti málið ekki vera alvarlegt en var nokkuð undrandi á þessu tiltæki þingmannsins. Hún sagði í samtali við DV í gær:

„Þetta er afbragðs uppskrift og honum er alveg velkomið að nota hana en ég hefði kannski gert það aðeins svona öðruvísi. Við skulum samt ekki segja stela, en stæla. Allavega þá finnst mér mjög fyndið að hann skuli birta þetta sem sína uppskrift. En útlitið er að vísu allt annað, ég skal alveg viðurkenna það. Hann er ekki að taka það frá mér.“

Sigmundur Davíð svarar fyrir málið í nýrri Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir dálæti á bæði brauðtertum og Nönnu. Hann segir að líklega hafi þarna einhver sem vinnur fyrir flokkinn svarað fyrirspurn Heimkaupa fyrir sína hönd en að sjálfsögðu taki hann fulla ábyrgð á málinu:

„Eftir 12 ár kom loks að því að ég þyrfti að takast á við erfitt mál í pólitík og það nú rétt fyrir kosningar. Hér vísa ég augljóslega í stóra brauðtertumálið.

Einhvers staðar mun hafa birst frétt um uppskrift að uppáhalds brauðtertunni minni. Í ljós kom að hún virðist byggð á leiðsögn Nönnu Rögnvaldsdóttur (án þess að um það væri getið).

Væntanlega var þetta afrakstur erindis sem einhver hefur svarað fyrir mína hönd í kosningaönnum, vitandi að ég var veikur fyrir brauðtertum og tíðrætt um það í fermingarveislum og á kosningaskrifstofum.

Ég verð þó að taka fulla ábyrgð á málinu.“

Sigmundur Davíð segir að honum þyki leitt að Nanna hafi orðið fórnarlamb í þessu máli og hann greinir frá því að hann hafi neitað sér um brauðtertur í meira en tvö ár og sé við það að falla á því bindindi. Skemmtilega færslu hans má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik