fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 15:26

Mynd/Cat Gundry-Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski tónlistarmaðurinn og leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson, eða Oscar Leone, eins og hann kallar sig á sviðinu; hefur verið ráðinn til að spila á formlegri opnunarathöfn nýja þjóðarleikvangsins í Lúxemborg, sem vígður var núna í september. Viðburðurinn er á vegum borgarinnar og stendur frá 19:30 til 22:00 (að staðartíma, GMT+2) laugardagskvöldið 25. september nk. Nánari upplýsingar má nálgast á opinberri vefsíðu borgarinnar, hér. 

Aðeins boðsgestir verða viðstaddir athöfnina en má þar nefna borgarstjóra Lúxemborgar Lydie Polfer, stórhertogann og stórhertogaynjuna af Lúxemborg, forsætisráðherra Lúxemborgar auk annara embættismanna.

Oscar Leone flytur þrjú lög á mismunandi stöðum í dagskránni og er ætlað að binda þannig kvöldið saman með tónlist, en tónlist hans hefur hlotið gríðar mikla spilun á vinsælustu fjölmiðlum í Lúxemborg, og var lag hans Lion sumarsmellur ársins þar í landi. Viðburðinum verður streymt í beinni á stadedeluxembourg.lu og á vdl.lu.

Pétur Óskar er fæddur í Lúxemborg árið 1984. Hann flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni 10 ára gamall. Hann var efnilegur fótboltamaður, stefndi á atvinnumennsku og lék með liðum á Íslandi, í Lúxemborg og síðast í Boston á skólastyrk, allt til ársins 2005; þegar hann meiddist og lagði skóna á hilluna.

Næst lá leið hans í leiklistarskóla í París, sem var ef til vill fyrsta skrefið inn í tónlistarferilinn, þar sem hann söng annað slagið í leiksýningum og þótti efnilegur. Hann flutti svo til Íslands fyrir um fimm árum síðan, lærði á gítar og sneri sér tónlist, samhliða því að leika í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Pétur Óskar hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttaseríunni Ófærð, og í kvikmyndunum Grimmd og Andið Eðlilega. Þá lék hann í Lúxemborgarseríunni Capitani.

Opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar er langstærsta giggið hans hingað til. Hann flaug til Lúxemborgar á miðvikudag ásamt hljómsveit sinni og umboðsmanninum Kim Wagenaar hjá Peer Agency. Hljómsveitina skipa Jón Valur Guðmundsson, Hálfdán Árnason, Kristófer Nökkvi Sigurðsson, Rósa Björg Ómarsdóttir og Helgi Stefánsson. Pétur Óskar hyggst í framhaldinu dvelja erlendis næsta mánuðinn, halda tónleikaröð í Lúxemborg og fara í frí til Grikklands í tíu daga.

„Ég hlakka til að verða partur af sögunni þar og reyna að blása smá eldmóð í fólkið sem mætir. Held að við höfum öll gott af því að snúa bökum saman eftir þetta ástand,“ segir Pétur og leggur jafnframt áherslu á þakklæti og segist vera ansi spenntur.

„Ég er mjög þakklátur Lúxemborgísku þjóðinni að taka svona vel í músíkína og hlakka til að endurgjalda þeim greiðann! Bandið er orðið þétt þannig að mögulega er þetta ekkert að fara klikka!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“