fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. september 2021 12:30

Marín Magnúsdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marín Magnúsdóttir athafnakona og stofnandi Practical missti föður sinn fyrir ári síðan. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna en faðir hennar, Magnús H. Magnússon, var aðeins 68 ára.

Marín er framan á forsíðu nýjasta tölublaði Vikunnar. Hún opnar sig um föðurmissinn og lýsir síðasta deginum í lífi hans.

Þann dag hafði pabbi hennar verið heima hjá henni að tengja fyrir hana hátalara úti í garði og setja upp hitara.

„Svo hækkaði hann í græjunum og dansaði við Tinnu Marín, litlu dóttur okkar. Hún sagði við afa sinn að það yrði að halda vetrarpartí og hann hélt það nú. Við settumst svo niður og fengum okkur kaffi og töluðum um allt milli himins og jarðar,“ segir hún.

Flottur og eldhress

„Ég man líka að ég hafði orð á því við hann hvað hann liti vel út, sem ég var kannski ekkert að segja svo oft, en hann var svo flottur og eldhress. Hann sagði að sér liði líka bara svo rosalega vel. Hann var aðeins farinn að minnka við sig vinnuna en mamma var hætt að vinna og þau hefðu bara átt að eiga mörg ár fram undan þar sem þau hefðu haldið áfram að njóta lífsins saman.“

Faðir hennar fór síðan heim þar sem hann varð bráðkvaddur. „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig aðeins og mamma sagðist ætla að steikja fisk. „Frábært,“ sagði pabbi. Og það var síðasta orðið hans. „Frábært.“ Sem var reyndar alveg í hans stíl. Svo var hann bara farinn,“ segir Marín.

Við krufningu kom í ljós að dánarorsök var bráð hjartabilun. „En hann hafði ekki kennt sér neins meins og hann var sko ekki á leiðinni að kveðja,“ segir Marín og bætir við að pabbi hennar var hann nýbúinn að kaupa sér bíl.

Marín viðurkennir að það hefði verið erfitt að standa í öllu í kringum jarðarförina í miðju Covid. Hún hefði líka átt erfitt með að trúa að hann væri raunverulega farinn, og á það enn. „Ég er ekki enn búin að ná því alveg að pabbi sé farinn og ég fái ekki að hitta hann aftur. Ég eiginlega trúi því varla.“

Þú getur lesið viðtalið við Marín í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir
Fókus
Í gær

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“
Fókus
Í gær

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“
Fókus
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“