fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?

Fókus
Föstudaginn 24. september 2021 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort kvæðaflokkinn „Annes og eyjar“ nú á tímum loftslagsbreytinga? Þessari spurningu er auðvitað ekki hægt að svara en Anton Helgi Jónsson hefur ort „tilgátukvæði“ sem kallast á við liðna tíma og skoðar áfangastaði þjóðskáldsins í ljósi nýrrar þekkingar.

Þetta er umfjöllunarefni dagskrár sem verður í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri á laugardag kl. 18.00.

Í kvæðaflokknum „Annes og eyjar“ fór Jónas kringum landið og upp á hálendið en Anton Helgi fetar í slóð hans og reynir að  endurvekja andblæinn úr kvæðum hans í sínum. Nýju kvæðin eru ort undir sama bragarhætti og Jónas notaði en innihaldið spannar  allt frá íhugulli angurværð yfir í gráglettið spaug.

Anton Helgi les kvæði Jónasar og  sín eigin en tengir þau saman með því að rekja tilurð kvæða  Jónasar og hvernig þau kveiktu nýjar hugsanir á okkar  ógnvænlegu tímum.

Með flutningi þessarar dagskrár í Listagilinu vill Anton  Helgi heiðra minningu bróður síns, Akureyringsins Finnboga  Jónssonar, sem lést 9. september, en þeir voru samfeðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik