fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. september 2021 20:00

Ragnhildur Steinunn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar eru nú á samfélagsmiðlinum Twitter en þó eru einnig fjölmargir sem eiga eftir að stofna þar aðgang. Sumir ætla eflaust aldrei að gera slíkt en aðrir mæta seinna á vagninn. Ein af þeim sem ákvað nýverið að stökkva á Twitter-vagninn er fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

Fáir hafa ollið jafn miklum öldugangi á forritinu með komu sinni þangað og Ragnhildur Steinunn. Eftir einungis um tvo sólahringa er hún komin með rúmlega 1.100 fylgjendur á samfélagsmiðlinum og þær tvær færslur sem hún hefur birt hafa vakið gríðarlega athygli.

Í fyrstu færslunni sem hún birti gerði Ragnhildur grín að sjálfri sér fyrir að vera of sein að gera aðgang á Twitter og sagði að hún væri orðin miðaldra. Hún fékk þó fljótlega athugasemdir frá aðilum sem buðu henni að súpa úr Twitter-viskubrunni sínum.

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason, sem er í hópi vinsælustu Íslendinganna á Twitter, bauðst til að mynda til að ræða málin við Ragnhildi. Ljóst er að Atli hefur mikla reynslu af Twitter þar sem hann stofnaði sinn aðgang fyrir rúmum 10 árum síðan og hefur síðan þá birt rúmlega 21 þúsund færslur á samfélagsmiðlinum.

Ásta Helgadóttir, fyrrum þingmaður Pírata og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum, býðst líka til að taka Ragnhildi í kennslu. „Skal alveg taka þig í twitter crash course. Lykillinn að twitter er að vera með tweetdeck og flokka umræður eftiri hashtags eða aðgöngum,“ segir Ásta en Ragnhildur skilur ekki alveg hvað hún á við og spyr hana hvar orðabókin með þessum orðum fæst.

Þá furða sig sumir á því hvað Ragnhildur fékk marga fylgjendur á skömmum tíma. Ragnhildur bendir þá á að hún hafi verið valin vinsælasta stúlkan í ungfrú Ísland árið 2003 og ljóst er að vinsældirnar lifa enn.

Ragnhildur vísaði svo aftur í sigur sinn sem vinsælasta stúlkan í seinni færslunni sem hún birti á Twitter-síðu sinni. Í þeirri færslu þakkaði hún fyrir móttökurnar og þá 511 fylgjendur sem hún var komin með fyrsta sólarhringinn. Eins og áður kemur fram hafa fylgjendurnir þó tvöfaldast síðan þá og rúmlega þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik