fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“

Fókus
Miðvikudaginn 22. september 2021 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cassandra Peterson, sem hefur leikið hlutverk Elviru, drottnara næturinnar, síðan á níunda áratug síðustu aldar kom út úr skápnum í ævisögu sinni sem kom út í gær, en þar greinir hún frá því að hún hafi í 19 ár verið í sambandi með konu.

„Oft þegar ég var að hita upp á hlaupabrettinu komst ég ekki hjá því að taka eftir einum tilteknum þjálfara. Sólbrúnn, með húðflúr og vöðvastæltur og þrammaði um gólf í ræktinni með prjónahúfu sem náði svo langt niður andlitið að það nánast huldi augu hans,“ skrifar Cassandra í bókinni Yours CruellyElvira.

Hún greinir frá því að síðan hafi hún rekist á þjálfarann í kvennaklefanum og áttað sig á því að þjálfarinn var í raun „gullfalleg kynlaus vera“ sem heitir Teresa „T“ Wierson.

Þær urðu í kjölfarið nánar vinkonur, en Cassandra var þarna enn gift fyrrverandi eiginmanni sínum. Þegar hjónabandi hennar lauk árið 2003 urðu vinkonurnar enn nánari. Síðan kom að því að Wierson vantaði samastað.

„Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn, T, með svartan ruslapoka fullan af eigum hennar, niðurdregin og miður sín. Hún var hætt með maka sínum til margra ára, hafði varið tíma í meðferð og hafði engan stað til að vera á.“

Í kjölfarið vörðu þær miklum tíma saman og kvöld eitt ákvað Cassandra að kyssa vinkonu sína og þá var ekki aftur snúið. „Ég var svo ráðvillt. Þetta var svo ólíkt mér. Ég var gáttuð á því að hafa verið vinkona hennar svo árum skipti og aldrei tekið eftir því hvað ég laðaðist að henni.“

Þær hafa verið saman síðan, en Cassandra hefur aldrei greint frá því opinberlega fyrr en nú þar sem hún óttaðist að það hefði neikvæð áhrif á feril hennar.

„Myndu aðdáendur mínir hata mig fyrir að vera ekki það sem þeir töldu mig vera? Ég er mjög meðvituð um að það eru einhverjir sem verða vonsviknir og jafnvel reiðir en ég verð að lifa með sjálfri mér og á þessum tíma í lífi mínu verð ég að koma hreint fram með það hver ég er,“ skrifar hún í bókinni.

Cassandra greinir ekki frá því hvort hún sé samkynhneigð, tvíkynhneigð eða annað, bara að hún sé ekki gagnkynhneigð.

Heimild: Lgbtqnation

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Í gær

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Í gær

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik