fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“

Fókus
Miðvikudaginn 22. september 2021 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cassandra Peterson, sem hefur leikið hlutverk Elviru, drottnara næturinnar, síðan á níunda áratug síðustu aldar kom út úr skápnum í ævisögu sinni sem kom út í gær, en þar greinir hún frá því að hún hafi í 19 ár verið í sambandi með konu.

„Oft þegar ég var að hita upp á hlaupabrettinu komst ég ekki hjá því að taka eftir einum tilteknum þjálfara. Sólbrúnn, með húðflúr og vöðvastæltur og þrammaði um gólf í ræktinni með prjónahúfu sem náði svo langt niður andlitið að það nánast huldi augu hans,“ skrifar Cassandra í bókinni Yours CruellyElvira.

Hún greinir frá því að síðan hafi hún rekist á þjálfarann í kvennaklefanum og áttað sig á því að þjálfarinn var í raun „gullfalleg kynlaus vera“ sem heitir Teresa „T“ Wierson.

Þær urðu í kjölfarið nánar vinkonur, en Cassandra var þarna enn gift fyrrverandi eiginmanni sínum. Þegar hjónabandi hennar lauk árið 2003 urðu vinkonurnar enn nánari. Síðan kom að því að Wierson vantaði samastað.

„Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn, T, með svartan ruslapoka fullan af eigum hennar, niðurdregin og miður sín. Hún var hætt með maka sínum til margra ára, hafði varið tíma í meðferð og hafði engan stað til að vera á.“

Í kjölfarið vörðu þær miklum tíma saman og kvöld eitt ákvað Cassandra að kyssa vinkonu sína og þá var ekki aftur snúið. „Ég var svo ráðvillt. Þetta var svo ólíkt mér. Ég var gáttuð á því að hafa verið vinkona hennar svo árum skipti og aldrei tekið eftir því hvað ég laðaðist að henni.“

Þær hafa verið saman síðan, en Cassandra hefur aldrei greint frá því opinberlega fyrr en nú þar sem hún óttaðist að það hefði neikvæð áhrif á feril hennar.

„Myndu aðdáendur mínir hata mig fyrir að vera ekki það sem þeir töldu mig vera? Ég er mjög meðvituð um að það eru einhverjir sem verða vonsviknir og jafnvel reiðir en ég verð að lifa með sjálfri mér og á þessum tíma í lífi mínu verð ég að koma hreint fram með það hver ég er,“ skrifar hún í bókinni.

Cassandra greinir ekki frá því hvort hún sé samkynhneigð, tvíkynhneigð eða annað, bara að hún sé ekki gagnkynhneigð.

Heimild: Lgbtqnation

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi