fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Þetta er fólkið sem Simmi vill að stjórni landinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. september 2021 09:45

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og hann er betur þekktur, veit hvaða fólk hann vill að stjórni landinu.

Í nýjasta þætti Blökastsins nefnir hann fimm stjórnmálamenn sem hann segist treysta til að stjórna landinu. Vísir greinir frá.

Simmi hefur verið að blanda sér í pólitík með þáttum sínum Þrasað á þriðjudögum. Í fyrsta þætti fékk hann til sín Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, og vakti spjall þeirra talsverða athygli.

Sjá einnig: Simmi Vill og Bjarni Ben tókust á – „Ég er ekkert að skrökva því Bjarni“

Þáttastjórnendur Blökastsins báðu Simma um að velja fimm einstaklinga sem hann telji þessa stundina hæfasta í að stjórna landinu.

Hann valdi Kristrúnu Frostadóttur, Ásmund Einar Daðason, Sigurð Inga Jóhannsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

„Ég myndi hafa Kristrúnu í þeim hópi. Mér finnst hún algjör rokkstjarna,“ segir Simmi.

„Mér finnst Ásmundur Einar hafa staðið sig fáránlega vel, barnamálaráðherra, og ég hef miklar mætur á honum. Ég held að hann sé algjörlega hluti af framtíð í pólitíkinni.“

Hlustaðu á Simmi útskýra af hverju hann myndi velja þessa hina þrjá einstaklingana í spilaranum hér að neðan.

Hvað segja lesendur, hvaða fimm einstaklinga teljið þið þessa stundina hæfasta í að stjórna landinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sefur hjá giftum karlmönnum og er stolt af því – „Ég finn ekki fyrir neinni iðrun“

Sefur hjá giftum karlmönnum og er stolt af því – „Ég finn ekki fyrir neinni iðrun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Berbrjósta mótmælandinn tilbúin að deyja fyrir málstaðinn – Ákvörðunin erfið þar sem hún á barn

Berbrjósta mótmælandinn tilbúin að deyja fyrir málstaðinn – Ákvörðunin erfið þar sem hún á barn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr tókst við andlát móður sinnar með því að nota varalit hennar – „Á endanum var ég beðinn um að hætta þessu“

Jón Gnarr tókst við andlát móður sinnar með því að nota varalit hennar – „Á endanum var ég beðinn um að hætta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glowie nær óþekkjanleg – Allt hárið fékk að fjúka

Glowie nær óþekkjanleg – Allt hárið fékk að fjúka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn filter, ekki á útliti eða skoðunum“

Vikan á Instagram – „Enginn filter, ekki á útliti eða skoðunum“