fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Þetta er fólkið sem Simmi vill að stjórni landinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. september 2021 09:45

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og hann er betur þekktur, veit hvaða fólk hann vill að stjórni landinu.

Í nýjasta þætti Blökastsins nefnir hann fimm stjórnmálamenn sem hann segist treysta til að stjórna landinu. Vísir greinir frá.

Simmi hefur verið að blanda sér í pólitík með þáttum sínum Þrasað á þriðjudögum. Í fyrsta þætti fékk hann til sín Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, og vakti spjall þeirra talsverða athygli.

Sjá einnig: Simmi Vill og Bjarni Ben tókust á – „Ég er ekkert að skrökva því Bjarni“

Þáttastjórnendur Blökastsins báðu Simma um að velja fimm einstaklinga sem hann telji þessa stundina hæfasta í að stjórna landinu.

Hann valdi Kristrúnu Frostadóttur, Ásmund Einar Daðason, Sigurð Inga Jóhannsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

„Ég myndi hafa Kristrúnu í þeim hópi. Mér finnst hún algjör rokkstjarna,“ segir Simmi.

„Mér finnst Ásmundur Einar hafa staðið sig fáránlega vel, barnamálaráðherra, og ég hef miklar mætur á honum. Ég held að hann sé algjörlega hluti af framtíð í pólitíkinni.“

Hlustaðu á Simmi útskýra af hverju hann myndi velja þessa hina þrjá einstaklingana í spilaranum hér að neðan.

Hvað segja lesendur, hvaða fimm einstaklinga teljið þið þessa stundina hæfasta í að stjórna landinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þolandi Stefáns úr Gagnamagninu stígur fram – „Daði vissi nákvæmlega að um væri að ræða kynferðisofbeldi og andlegt ofbeldi“

Þolandi Stefáns úr Gagnamagninu stígur fram – „Daði vissi nákvæmlega að um væri að ræða kynferðisofbeldi og andlegt ofbeldi“
Fókus
Í gær

Gaf kærastanum nýra og hann endurgalt það með framhjáhaldi

Gaf kærastanum nýra og hann endurgalt það með framhjáhaldi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellefu hlutir sem þú skalt aldrei setja upp í leggöngin

Ellefu hlutir sem þú skalt aldrei setja upp í leggöngin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elma opnar sig um erfiðustu lífsreynsluna – „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“

Elma opnar sig um erfiðustu lífsreynsluna – „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Uppljóstrar leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn

Uppljóstrar leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Deilir ótrúlegri sögu af hetjudáðum Óla Stef – „Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram“

Deilir ótrúlegri sögu af hetjudáðum Óla Stef – „Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“