fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Fókus

Matur og heimili: Reynir Pétur heimsóttur – Eldhúsið hjá Sjöfn tekið í gegn

Fókus
Þriðjudaginn 21. september 2021 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsstílsþátturinn Matur & heimili, í umsjón Sjafnar Harðar, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20 og 22.

Í fyrri hluta þáttarins heimsækir Sjöfn Reyni Pétur Steinunnarson í Garðyrkjustöðina Sunnu á Sólheimum og fær innsýn í ræktunina sem þar fer fram og ástríðu Reynis Péturs á starfi sínu í garðyrkjustöðinni. Reyni Pétur er landsmönnum vel kunnugur fyrir hina frægu göngu sína, hringinn kringum Íslands fyrir 36 árum síðan og að eigin sögn unnir hann hag sínum allra best í gróðurhúsinu að hlúa að tómataræktuninni.

Hér áður fyrr var aðallega ræktað fyrir samfélagið á Sólheimum en nú hafa breytingar átt sér stað. Með stækkun gróðurhússins og aukinni afkastagetu sem og aukinni dreifingu, gerir það verkum að nú gefst fólki frekari kostur á að nálgast lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum í sínu nærumhverfi. Garðyrkjustöðin Sunna er stærsta lífrænt Tún vottaða gróðurhús landsins og áhugavert að fylgjast með starfseminni sem þar fer fram.

 

Eldhúsið hjá Sjöfn tekið í gegn og endurhannað

Í seinni hluta þáttarins bregður Sjöfn út af vananum og býður áhorfendum heim í eldhúsið sitt. Sjöfn hefur ákveðið að fara í framkvæmdir og umbylta eldhúsinu sem er með upprunalegum innréttingum hússins frá árinu 1972. Hún hefur fengið til liðs við sig innanhússarkitektinn Berglindi Berndsen til hanna og teikna fyrir sig þar sem notagildið og fagurfræðin verður í fyrirrúmi.

„Hér erum við með heilmikið rými og tækifæri til að nýta það enn frekar til að bæta vinnuaðstöðuna í eldhúsinu og gera þetta rými meira aðlaðandi og nútímalegra þannig að fjölskyldan geti verið hér í eldhúsinu að njóta,“segir Berglind og nefnir jafnframt að markmiðið eiga að vera að hámarka nýtinguna á rýminu og flétta fagurfræðinni með. „Við getum fengið miklu meira skápapláss, bætt lýsinguna en hér er í raun engin vinnulýsing, við þurfum að bæta úr þessu.“

Sem fyrr segir er þátturinn á dagskrá kl. 20 og 22.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“
Fókus
Í gær

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum