fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. september 2021 22:30

Bridget Malcolm. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Bridget Malcolm hefur verið ófeimin við að gagnrýna dökku hliðar fyrirsætubransans og hefur gert undirfatarisann Victoria‘s Secret að sérstöku skotmarki sínu.

Bridget hefur verið iðin að gagnrýna fyrirtækið opinberlega á samfélagsmiðlum. Í sumar gagnrýndi hún fyrirtækið fyrir að hafa sett óraunhæfar útlitskröfur á sig og aðrar fyrirsætur.

Sjá einnig: Fyrrverandi Victoria‘s Secret fyrirsæta lætur fyrirtækið heyra það

En Bridget gagnrýnir ekki aðeins fyrirtækið heldur iðnaðinn í heild sinni. Hún ræðir um dökku hliðar fyrirsætubransans í nýlegum þætti af 60 Minutes Australia.

Þar segir hún frá því hvernig henni var sagt að léttast þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í bransanum og hefði í kjölfarið þróað með sér átröskun sem versnaði með árunum. Þegar átröskunin var sem verst var Bridget á toppi ferils síns og naut mikilla vinsælda sem fyrirsæta.

Það var því erfitt fyrir hana að átta sig á því að þetta væri vandamál og að hún þyrfti aðstoð þar sem hún fékk einróma lof um útlit sitt frá fólkinu í kringum sig og var hvött til að vera enn léttari. Þegar hún var 25 ára hætti hún að fá blæðingar.

Bridget segist hafa áttað sig á því að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum eftir að einn daginn stóð hún lafmóð eftir að hafa gengið upp stiga.

Því grennri, því betra

Bridget segir að skilaboðin hefðu verið einföld: Því grennri, því betra. Hún fékk að að heyra það úr öllum áttum að hún þyrfti að vera tággrönn. Umboðsmaður hennar sagði henni að nota kókaín til að léttast. Hún fékk einnig að heyra það að hún ætti að stunda mikið kynlíf til að léttast, en á þeim tíma var hún undir lögaldri.

Bridget segir að starfsumhverfið sé eitrað og þar þrífst mikil nauðgunarmenning. Hún hefur verið áreitt og orðið fyrir ofbeldi í gegnum vinnuna. Hún er staðráðin í að vekja athygli á dökku hliðum fyrirsætubransans í von um að eitthvað breytist.

Þú getur horft á innslagið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar