fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Barion Mosó lofaður og lastaður – Simmi Vill svarar – „Oft fer umræðan hér í óuppbyggilegar upphrópanir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. september 2021 13:38

Sigmar Vilhjálmsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður – Simmi Vill – er ósáttur við meinta ómálefnanlega gagnrýni á veitingastaði, en mikil umræða hefur verið í gangi um stað hans, Barion Moso, í hinum líflega Facebook-hópi Matartips. Segja má að óformlegt málþing um staðinn hafi verið haldið í gær í hópnum, svo líflegar voru umræðurnar. Simmi blandaði sér þar í umræðurnar af miklum myndarskap og hefur nú að auki nýbirt pistil í hópnum þar sem lýsir yfir óánægju með ómálefnanlega gagnrýni margra. Er ljóst að honum þykja sumir hafa farið yfir strikið.

Þessi einfalda fyrirspurn setti allt af stað: „Hvað finnst ykkur um Barion Mos?“ Margir lofa staðinn, matinn og þjónustu, og ein kona segir:

„Ég kom þarna við með minni fjölskyldu sunnudag sl Versló Helgi vorum að koma í bæinn fjölsk kl 21.45 .og barion ennþá opin þegar komin í Mosó. .fórum inn þá tónleikar frá eyjum á risa skjá og grillið við að fara loka en þau voru svo næs og liðleg staffið fengum þenna fína mat og þjónustu. Mín upplifun eða okkar mjög góð og ætla aftur klárlega.“

Margir taka í sama streng og sumir lofa líka Barion Bryggjan sem er við Reykjavíkurhöfn en Barion Moso er í Mosfellsbæ eins og nafnið gefur til kynna. „Mjög góður matur og góð þjónusta þau skipti sem ég hef gert mér ferð frá Akranesi í Mosó,“ segir önnur kona og margir taka í sama streng.

Ekki allir sáttir

Ekki eru þó allir sáttir við staðinn, sumir segja hann vera of dýran miðað við magn og gæði. Einn birtir mynd af sóðalegri tómatssósuflösku og er ljóst að mörgum leggst margt til þegar þeir vilja gagnrýna. Kemur raunar fram í umræðunum að þetta tómatssósuflöskumál hafði verið útrætt milli Simma og umrædds gests á staðnum og Simmi hafði þakkað fyrir ábendinguna.

Ein kona segir: „Rosalega litlir skammtar, allt of hátt verð. Bara basic það sem er gert hækka verðið smám saman og minnka skammtana i von um að fólk fatti ekki. Sniðugustu staðirnir frekar lækka verd og passa skammtana því það lokkar inn meiri viðskipti og betra umtal.“

Nokkrir lýsa vondri upplifun af þjónustunni, meðal annars maður einn sem segir þetta:

„Enginn áhugi á að fara þangað aftur eftir fyrstu heimsókn. Komum inn um 9 leytið og skv upplýsingum á hurð var eldhúsið opið til 10. Vísað til borðs, kennt á pantanakerfið, pöntuðum matinn, greiddum fyrir hann gegnum kerfið og biðum. Eftir um það bil 30 mínútur enginn matur kominn. Athuguðum málið og þá var okkur tjáð að eldhúsið væri lokað og ekkert hægt að gera.

Fengum varla afsökunarbeiðni á staðnum en fengum þó allavega endurgreitt nokkrum dögum seinna.

Vorum helvíti svöng og ef okkur hefði einfaldlega verið sagt að eldhúsið væri lokað þegar okkur var vísað til borðs þá hefðum við leitað annað og ekki sóað tíma okkar þar inni.“

Í bland við slíkar reynslusögur og stuttar umkvartanir birtast reglulega jákvæðar umsagnir um staðinn. Simmi gerir sér far um að svara kvörtunum og birti síðan pistil þar sem hann meðal annars lýsir erfiðleikum við að manna veitingastaði í vor og að mistök séu óhjákvæmileg þegar óvant starfsfólk á í hlut. Hann segir ekkert hafa breyst á staðnum hvað varðar skammtastærðir og gæði og tilgreinir virta birgja þaðan sem hann fær hráefni sitt. Hann frábiður sér hins vegar aðdróttarnir um græðgi, en pistillinn er eftirfarandi:

„Matur á veitingastöðum er alltaf smekksatriði. Það er alltaf erfitt að vera með mat á boðstólnum sem allir eru hrifnir af. Hins vegar er þjónusta og þrifnaður auðvitað eitthvað sem allir eiga að standa undir. Myndin sem þú sendir af tómatsósunni Halldór er eitthvað sem ég man eftir, við áttum samskipti um það. Hrein og klár yfirsjón af okkar hálfu, engin afsökun fyrir svona. Ég var þakklátur ábendingunni og eðlilega farið yfir það mál strax.

Barion Mos, eins og flestir veitingastaðir í Covid, hafa þurft að bregðast við ótrúlega erfiðum aðstæðum. Ekki síst starfsmannalega. Frá því í Maí á þessu ári þá hafa starfsmenn margra veitingastaða flutt sig um set og fært sig yfir á Hótelin. Tímabilið Maí-Ágúst einkenndist því af mjög háu hlutfalli nýliða sem hefur klárlega haft áhrif á gæði eldamennsku og þjónustu. Mönnun hefur líka verið ábótavant.

(Við höfum meira að segja auglýst atvinnuauglýsingar í útvarpi).

Þegar lokað og opnað er á tilslakanir með nokkra daga fyrirvara og straumurinn sækir staðinn, þá er erfitt að vera með allar stöður mannaðar af reyndu fólki. Það er bara því miður staðreyndin.

En ég er samt gríðarlega stoltur af okkar fólki, því að okkar starfsfólk sem hefur staðið með okkur vaktina hefur svo sannarlega unnið griðarlega gott starf, það vantar bara fleira stafsfólk.

Að þessu sögðu, þá erum við heldur betur búin að byggja okkur upp á síðustu vikum og munum án efa standast væntingar þeirra sem mögulega misstu á okkur trúnna í sumar.

Hvað varðar skammtastærðir eða gæði matar, þá hefur svo sannarlega ekkert breyst í þeim efnum. Við erum að bjóða uppá sömu hágæða vöruna á öllum okkar stöðum. Kjöt frá Esju, kjúklingur frà Matfugli, sérbakað brauð frá Gæðabakstri, grænmeti frá Mata og Lambhaga. Nákvæmlega ekkert breyst þar.

Hvað varðar verðið, þá hækkuðum við vissulega verð 1. Septeþber. En af neyð einni, enda vöruverð hækkað á okkur um 8-18%. Sú hækkun ofan á launahækkanir um áramót (sem við tókum algjörlega a okkur) var þvi miður of stór biti.

Ég vil því frábiðja mig um tal um græðgi, enda vita þeir sem eru í veitingarekstri að gróða er ekki til að flagga. Þú þarft að hafa áhuga og ástríðu.“

Síðan fór að síga í Simma

Sigmar birti síðan nýja færslu á vefnum í hádegislok þar sem hann segist fagna málefnalegri gagnrýni og aðhaldi á starfsemi sína en frábiður sér ummæli sem einkennist af offorsi og ósanngirni. Hann segir að sama fólk og kalli eftir fagmennsku, góðri þjónustu og yndislegu viðmóti á veitingastöðum bjóði ekki upp á slíkt í gagnrýni sinni. Hann segir að vald gagnrýnenda á samfélagsmiðlum sé mikið og þeir geti stefnt atvinnuöryggi fólks í hættu með innistæðulitlum upphrópunum. Hann biður fólk um að sýna aðgát í netumræðum um veitingastaði. Pistillinn er eftirfarandi:

„Sem veitingamaður er alltaf gott og hollt að fá Rýni til gagns (Gagnrýni), slík rýni hjálpar okkur að horfa yfir allt sviðið og endurstilla okkar ferla. En oft fer umræða hér á Matartips í óuppbyggilegar upphrópanir.

Það er enginn veitingamaður sem ég þekki í rekstri til að gera vondan mat, bjóða uppá lélega þjónustu og okra á öllu saman. Hins vegar gerast mistök hjá starfsfólki veitingastaða og stundum eiga þeir ekki sinn besta dag. En í fyrirtæki þar sem 140 starfsmenn mæta til vinnu í viku hverri, þá er óréttlátt að dæma alla þá 140 stafsmenn vegna atviks sem á sér stað á ákveðnum tíma sem hefði mátt fara betur. Þegar einhver segir um staðina mína að „það sé léleg þjónusta á staðnum“, þá er verið að dæma 140 starfsmenn. Ekki bara þennan eina starfsmann sem stóð ekki undir væntingum þínum í þetta ákveðna skipti. Heldur er líka verið að dæma starfsmennina sem ekki voru á vakt.

Mér hefur ávallt fundist áhugavert að sjá fólk óska eftir fagmennsku, góðri þjónustu og yndislegu viðmóti á sama tíma og það sjálft býður ekki upp á neitt af ofangreindu í sinni „gagnrýni“ á upplifun sína í einni heimsókn.

Internetið er máttugur vettvangur, það er í raun orðið fimmta valdið. Það er hægt að skrifa álit sitt á veitingastað og mála hann upp með slíku offorsi að rekstur þess staðar gæti hreinlega farið á hliðina. Þá er ágætt að hugsa til þess að þessi staður sem viðkomandi ákveður að gera að atlagi er vinnustaður fólks. Atvinnuöryggi starfsmanna er ógnað. Er einhver upplifun á veitingastað svo hræðileg að það réttlæti slíkt „end game“?

Matur og menning er frábær, umræða og rýni til gagns er frábær. Ef það væri hægt að minna alla á að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“ áður en fólk ýtir á Enter á lyklaborðinu, þá værum við með mannlegra samtal á öllum þessum þráðum.

Ást á ykkur öll.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla